Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 16
í línulok gælir við engilinn með húfuna. Og er þá fátt eitt talið af
snilldarbrögðum þessa dýrlega ljóðs.
Síðar, einkum á þessari öld, hafa íslendingar ort og þýtt sæg af
sonnettum. Oftast er ítalska forminu fylgt, með eða án tilbrigða, og
rímröð þá einatt höfð nokkuð á ýmsan veg.
Líklega verður það sem nefnt er sonnettusveigur að teljast sérstakur
bragarháttur. En það er röð fimmtán Petrarca-sonnettna, sem fléttast
saman á þann hátt, að lokalína þeirrar fyrstu er endurtekin sem upphafs-
lína þeirrar næstu, og þannig koll af kolli, unz fimmtánda sonnettan er
gerð úr upphafslínum hinna, allra fjórtán, í réttri röð. Fyrir bragðið verður
upphafslína þeirrar fyrstu einnig lokalína þeirrar fjórtándu, svo þar lokast
sveigurinn.
Á íslenzku orti Jakob Smári fjölmargar sonnettur, þar á meðal sonn-
ettusveig. Og Gunnar Gunnarsson orti sonnettusveig á dönsku.
Á Englandi spratt upp önnur gerð af sonnettu, kennd við Shakespeare.
Þar koma þijár ferhendur víxlrímaðar, og samrímuð tvíhenda í lokin:
abab, cdcd, efefgg.
Shakespeare eru eignaðar 154 sonnettur af þessari gerð. Daníel Á.
Daníelsson hefur þýtt þær allar á íslenzku og fylgt þar hinu upprunalegu
formi.
Á Englandi komu síðar fram fleiri gerðir af sonnettum, sem þó voru
oftast afbrigði af Petrarca-gerðinni. Ýmislegt af því hefur verið þýtt á
íslenzku.
Tersína er háttur Dantes á Divina comedia. Þar er þreföldu rími raðað á
jambaðar pentameturs-línur í röðinni:
aba,bcb,cdc,d o.s.frv.
Á íslenzku hefur lítið verið ort undir þessum yndislega hætti, síðan
Jónas beitti honum fyrstur íslendinga á fyrri hluta Gunnarshólma. Þó er
þýðing Guðmundar Böðvarssonar á köflum úr Divina comedia ort á
frumhættinum, tersínu.
Enda þótt tersínan sé margsúrruð í þrefalt rím, stafar það af sérkenni-
legri skipan rímsins, hvað það verður ei að síður lítið áberandi, en fegurð
háttarins að sama skapi lævís og áleitin.
14
TMM 1993:4