Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 27
Elias Canetti
Fjórar manngerðir
Þjáningarstjórinn
Þjáningarstjórinn hefur gengið í gegnum ýmislegt og það er ekki að
ástæðulausu að hann hefur sölsað undir sig alla þjáningu heimsins. Hann
var allsstaðar þar sem eitthvað hræðilegt gerðist, hann fékk að kenna á
því. Aðrir tala um það og harma, hann þekkir það af eigin raun. Hann
segir ekkert en hann veit betur. Áhrifaríkt hvemig hann horfir fram fyrir
sig þegar eitthvert stórslysið hans ber á góma.
Það byrjaði þegar ,,Titanic“ rakst á borgarísjakann. Hann stökk fyrir
borð, hann synti 16 stundir í sjónum. Hann missti ekki meðvitund eitt
augnablik, hann sá hvemig einn af öðmm hvarf í sjóinn og honum var
bjargað síðustum allra.
Þjáningarstjórinn hefur misst aleiguna sex sinnum. Hann þekkir
hungur og fátækt; og þar sem hann hafði enga ástæðu til að halda að það
ætti fyrir honum að liggja, lagðist það á hann með fullum þunga. Með
jámvilja tókst honum að vinna sig upp aftur. Vart kominn á réttan kjöl
missti hann allt aftur.
Þjáningarstjórinn var mörgum sinnum hamingjusamlega giftur og
ætti núna að eiga barnaböm og barnabamabörn. Fjölskyldumeðlimir
hans urðu undantekningarlaust banvænum sjúkdómum að bráð. Hann
mátti sætta sig við það. Fyrsta konan hans, hún var honum kæmst, er
komin í annála læknisfræðinnar: sem síðasta pestartilfellið í Evrópu.
Einnig holdsveikin, sem flestir halda að hafí verið útrýmt hér á landi, er
honum ekki alveg ókunn. Hann sá það með eigin augum, hvernig hún
gerði út af við tvær dætur hans og hálfan son. Það gerði hann ekki að
harmkvælamanni, hann bar sig karlmannlega. En maður skilur að það
sem veldur öðrum þjáningu snerti hann lítið. Hann kvartar yfir engu,
hann heldur það út, hann þegir og brosir. Reyndar hlustar hann þegar
TMM 1993:4
25