Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 28
aðrir segja farir sínar ekki sléttar, en maður skyldi ekki búast við að hann opni hjarta sitt fyrir þeim sem beijast í gegnum lífið með aðeins eina þjáningu á bakinu. Þjáningarstjórinn hefur lag á að benda nærgætnislega á mótsagnir í sorgarsögum annarra. Hann spyr þá ekki út úr, hann hlustar áfram, en allt í einu leiðréttir hann dagsetningu. Það er fífldirfska þegar einhver fer að segja frá hlutum sem þjáningarstjórinn hefur sjálfur upplifað. Þá leikur léttur kaldhæðnisblær um varir hans. Þegar hann lætur samúð sína í ljós er á orðum hans ekkert að merkja. Það er ekki kuldaleg kurteisi, heldur litað af djúpri þekkingu hans, en hvað hann hugsar á meðan er vel hægt að ímynda sér. Hann þekkir þá mæta vel þessa ræningja sem vilja hnupla öllum þjáningunum hans. En fyrir skömmu var honum nóg boðið. Minnst var á Pompeij og einhver óvenju bíræfmn þjófur ætlaði að fara að segja honum frá atburð- unum sem þá gerðust: honum sem varþennan einadag íPompeij og þeim eina sem tókst að bjarga sér! Sá fékk að heyra það óþvegið. Hann hafði jú beðið um það. Þjáningarstjórinn stóð upp og bugaður af minningunni um þennan dag, í sýnilegri geðshræringu en ekki án myndugleika, yfirgaf hann samkvæmið. Honum fannst gott að finna fyrir lotningarfullri þögn- inni að baki sér alveg út að dyrum. Vatnssafnarinn Vatnssafnarinn lifir í stöðugum ótta að hann muni farast úr þorsta og safnar vatni. Vínkjallarinn hans, sem er ekkert smáræði, er enginn vínkjallari. Allar flöskumar, sem hann hefur sjálfur innsiglað, eru fullar af vatni og raðað eftir árgöngum. Vatnssóunin kvelur vatnssafnarann. Þannig byrjaði það á tunglinu. „Vatn? Hver fer eiginlega að spara vatn? Við höfum nóg af því um alla eilífð!" Þess vegna er ekki skrúfað fyrir kranana, það dropaði stöðugt úr þeim, maður fór daglega í bað. Hann var léttúðugur kynstofninn sem bjó þarna uppi. Og hvað höfðu þeir upp úr krafsinu? Þegar fyrstu fréttimar bárust frá tunglinu, komst vatnssafnarinn í ákafa geðshræringu. Hann hafði alltaf vitað að það var vatnið, að tunglfólkið hafði gengið af sjálfu sér dauðu með vatnssóun sinni. Hann var margbúinn að segja það en fólk 26 TMM 1993:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.