Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 28
aðrir segja farir sínar ekki sléttar, en maður skyldi ekki búast við að hann
opni hjarta sitt fyrir þeim sem beijast í gegnum lífið með aðeins eina
þjáningu á bakinu.
Þjáningarstjórinn hefur lag á að benda nærgætnislega á mótsagnir í
sorgarsögum annarra. Hann spyr þá ekki út úr, hann hlustar áfram, en allt
í einu leiðréttir hann dagsetningu. Það er fífldirfska þegar einhver fer að
segja frá hlutum sem þjáningarstjórinn hefur sjálfur upplifað. Þá leikur
léttur kaldhæðnisblær um varir hans. Þegar hann lætur samúð sína í ljós
er á orðum hans ekkert að merkja. Það er ekki kuldaleg kurteisi, heldur
litað af djúpri þekkingu hans, en hvað hann hugsar á meðan er vel hægt
að ímynda sér. Hann þekkir þá mæta vel þessa ræningja sem vilja hnupla
öllum þjáningunum hans.
En fyrir skömmu var honum nóg boðið. Minnst var á Pompeij og
einhver óvenju bíræfmn þjófur ætlaði að fara að segja honum frá atburð-
unum sem þá gerðust: honum sem varþennan einadag íPompeij og þeim
eina sem tókst að bjarga sér! Sá fékk að heyra það óþvegið. Hann hafði
jú beðið um það. Þjáningarstjórinn stóð upp og bugaður af minningunni
um þennan dag, í sýnilegri geðshræringu en ekki án myndugleika, yfirgaf
hann samkvæmið. Honum fannst gott að finna fyrir lotningarfullri þögn-
inni að baki sér alveg út að dyrum.
Vatnssafnarinn
Vatnssafnarinn lifir í stöðugum ótta að hann muni farast úr þorsta og
safnar vatni. Vínkjallarinn hans, sem er ekkert smáræði, er enginn
vínkjallari. Allar flöskumar, sem hann hefur sjálfur innsiglað, eru fullar
af vatni og raðað eftir árgöngum.
Vatnssóunin kvelur vatnssafnarann. Þannig byrjaði það á tunglinu.
„Vatn? Hver fer eiginlega að spara vatn? Við höfum nóg af því um alla
eilífð!" Þess vegna er ekki skrúfað fyrir kranana, það dropaði stöðugt úr
þeim, maður fór daglega í bað. Hann var léttúðugur kynstofninn sem bjó
þarna uppi. Og hvað höfðu þeir upp úr krafsinu? Þegar fyrstu fréttimar
bárust frá tunglinu, komst vatnssafnarinn í ákafa geðshræringu. Hann
hafði alltaf vitað að það var vatnið, að tunglfólkið hafði gengið af sjálfu
sér dauðu með vatnssóun sinni. Hann var margbúinn að segja það en fólk
26
TMM 1993:4