Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 29
hló að honum og fannst hann vera flón. En nú, nú var búið að fara þama upp og maður gat séð það svart á hvítu, meira að segja í lit. Ekki einn dropi af vatni og hvergi mannhræðu að sjá! Það var ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Vatnssafnarinn sparar í tæka tíð. Hann fer til nágrannanna og biður um svolítið vatn. Það er auðsótt mál, hann kemur aftur. Þannig hlífir hann sínum eigin krana sem er jafn viðkvæmur og hann sjálfur og harðlokar sér áður en það verður um seinan. Vatnssafnarinn gætir þess vandlega sem hann fær, á leiðinni til baka fer ekki einn dropi til spillis. Þama standa flöskumar tilbúnar í eldhúsinu, merkimiðamir með áskrifuðum ártölum, lakk til að innsigla með. í rauninni er þetta ekki eldhús lengur, heldur væri nær að tala um vatnsvinnustofu. Hann á orðið myndarlegar birgðir og þegar í harðbakkann slær getur hann þraukað með fjölskyldu sinni um nokkra hríð. En hann talar ekki um það, hann óttast innbrotsþjófa og fínnst viturlegra að minnast ekki á stútfullan kjallarann. Vatnssafnarinn grætur þegar rignir. í dag var það í síðasta sinn, hvíslar hann, við eigum eftir að minnast þessa dags lengi. Það rignir reyndar aftur, en hann, sem telur hvem dropa, veit að það er alltaf minna, bráðum hættir að rigna fyrir fullt og allt, bömin munu spyrja: hvemig var rigningin og það verður ekki auðvelt að skýra það út fyrir þeim í þurrkinum sem þá ríkir. Hin seka Hin seka játar á sig alla glæpi sem framdir hafa verið undir sólinni. Hvort heldur hún les um þá eða heyrir um þá talað — á samri stundu verður henni ljóst hvað hún hefur gert af sér og lætur höfuðið hníga. Hún brýtur heilann um hvemig það gat gerst, hvemig gat hún gleymt svona hræði- legum hlut. Hún hafði ekki hugmynd um það, hún var alveg grunlaus. Þegar hún fór á fætur um morguninn var hún að hugsa um annan glæp, glæp sem hún hafði framið áður. En um leið og minnst var á hinn nýja glæp, um leið og hún las um hann, varð hún svo viss í sinni sök að allt annað gleymdist og nú kemst ekki nema eitt að í huga hennar. Réttast væri að gefa sig strax fram, fara til lögreglunnar og játa allt í smáatriðum. En hún hefur slæma reynslu af því, lögregluþjónar, það er TMM 1993:4 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.