Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 34
þeir fá á sig súrrealíska mynd. Manngerð-
imar sem Þeófrastos lýsir em aftur á móti
afar algengar.
Manngerðimar í Heyrnarvottinum minna
reyndar talsvert á dr. Peter Kien, aðalper-
sónuna í Die Blendung. Dr. Kien lifir og
hrærist í bókum. Hann er sérfræðingur í
sínólógíu, býr í stórri þakíbúð og á 25 000
bækur. Hann verður fullkomlega bjargar-
laus þegar ráðskonan hefur neytt hann til að
giftast sér og síðan flæmt hann út á götu.
Bókin er saga af stigvaxandi geggjun og
skiptist í þrjá kafla: „Höfuð án heims“,
„Höfuðlaus heimur“ og „Heimur í höfði“.
Upphaflega átti hún að vera ein bók af átta
í flokki sem fjallaði um jafnmörg tilbrigði
þráhyggjunnar. Flokkinn ætlaði Canetti að
kalla „Hinn mannlegi gleðileikur vitfirr-
inganna“. Hann skrifaði þó ekki nema eina
bók, bókina um „Bókamanninn“ (Der
Búchermensch) eins og dr. Kien er kallaður
í fyrstu handritsdrögunum að Die Blend-
ung. Bækurnar um trúarofstækismanninn,
safnarann, tæknidýrkandann og svo fram-
vegis vom aldrei skrifaðar.
Það var ekki fyrr en 40 árum eftir að Die
Blendung kom út að Canetti tók upp þráð-
inn á nýjan leik. Að vísu er formið á bókar-
krílinu Der Ohrenzeuge gerólíkt skáld-
sagnaflokkinum sem Canetti ætlaði upp-
haflega að skrifa. En manngerðimar 50 em
þó á sinn hátt lýsing á mannlegum gleðileik
þráhyggjunnar. Þetta em manngerðir sem
hugsa og tala um eitt og aðeins eitt: um
þjáningu, sekt, ljósmyndir, vatn . ..
Aftanmálsgreinar
1 Sjá ritgerð Susan Sontag „Mind as Passion“ sem
birtist í ritgerðasafninu Under the Sign of Saturn.
2 Þeófrastos skrifaði Manngerðir sínar 320 árum
fyrir Krist. Þær birtust í ritröð Lærdómsrita Bók-
menntafélagsins fyrir 3 árum í þýðingu Gott-
skálks Þórs Jenssonar.
32
TMM 1993:4