Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 38
Karel Kosik
Vorið í Prag, „endalok sögunnar“
og der Schauspieler
Alain Finkielkraut ræðir við Karel Kosik
(Úr franska bókmennta- og heimspekitímaritinu Le Messager européen, nóvember 1993)
Alain Finkielkraut: í Evrópu nútímans líta
menn ýmist á Vorið í Prag sem uppreisnar-
tilraun gegn kommúnismanum sem rann út
í sandinn vegna þess að hún var ekki nógu
afgerandi, eða ótímabæra tilraun til þess
sem nú hefur tekist og nefnt er Flauelsbylt-
ingin. Ert þú sammála annarri hvorri þess-
ara skoðana? Er lýðræðistilraun sú sem
hófst árið 1989 eitthvað skárri en atlaga sú
og hugmyndin um „þriðju leiðina“ sem
bundinn var endi á 1968? Hefur hið tékk-
neska vor fengið uppreisn æru í falli Berlín-
armúrsins og valdatöku þeirra sem áður
voru bannaðir? Eða var ef til vill eitthvað
annað í húfi, voru markmiðin einhver önn-
ur og ef svo er, eru þau tækifæri okkur
gengin úr greipum fyrir fullt og allt?
Karel Kosik: Vorið í Prag hefur hlotið und-
arleg örlög: það hefur í tvígang verið dæmt
til dauða og grafið, af þeim sem fyrrum fóru
með sigur af hólmi og svo aftur núna. Fyrri
grafarar þess voru þeir menn sem komu á
röð og reglu árið 1968 og komu með dygg-
um stuðningi sovéska hersins aftur á því
alræði lögreglu og skrifræðis sem almenn-
ingur hafði gert harða hríð að með mótmæl-
um sínum. Þessir menn fordæmdu Vorið í
Prag sem gagnbyltingu. Þeir kváðu upp
úrskurð sinn í plaggi sem nefnt var Lœr-
dómurinn og var notað sem hin opinbera
útlistun á gangi sögunnar. Sá sem ætlaði sér
að halda starfi sínu, fá verk sín gefin út,
koma fram opinberlega, komast áfram í
þjóðfélaginu, varð að lepja upp sleggju-
dómana í þessu hugsjónaplaggi og for-
dæma opinberlega alla afturhaldssinna,
hægrisinnaða framagosa, svikara við mál-
staðinn, gagnbyltingarsinna, sem gerðu að
sögn sífelldar atlögur að „grundvelli sósíal-
ismans“ í Tékkóslóvakíu. Síðari útför Vors-
ins í Prag var haldin nú nýverið, árið 1993,
þegar hinir nýju sigurvegarar jarðsettu for-
vera sína með pomp og prakt. Tékkneska
þingið samþykkti með öruggum meirihluta
og Vaclav Havel forseti undirritaði bráða-
birgðalög sem kveða á um að tímabilið frá
1948 til nóvembermánaðar 1989 hafi verið
tímabil þar sem þjóðfélagið hafi (í fjörutíu
ár) lotið ógnarstjóm glœpasamtaka, það er
að segja kommúnistaflokksins. Einn þing-
mannanna skrifaði, þegar hann mælti fyrir
áðumefndri lagasetningu, að stjómmála-
mennirnir á tíma Vorsins í Prag hafi verið
eins og varðmenn í útrýmingarbúðum, en
að þeir hafi verið mun viðkunnanlegri en
forverar þeirra. (Sjá Rudé Pravo, 18 júní
1993.)
Sá sem vill átta sig á inntaki Vorsins í
Prag verður að hafa þessa tvöföldu fordæm-
36
TMM 1993:4