Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 38
Karel Kosik Vorið í Prag, „endalok sögunnar“ og der Schauspieler Alain Finkielkraut ræðir við Karel Kosik (Úr franska bókmennta- og heimspekitímaritinu Le Messager européen, nóvember 1993) Alain Finkielkraut: í Evrópu nútímans líta menn ýmist á Vorið í Prag sem uppreisnar- tilraun gegn kommúnismanum sem rann út í sandinn vegna þess að hún var ekki nógu afgerandi, eða ótímabæra tilraun til þess sem nú hefur tekist og nefnt er Flauelsbylt- ingin. Ert þú sammála annarri hvorri þess- ara skoðana? Er lýðræðistilraun sú sem hófst árið 1989 eitthvað skárri en atlaga sú og hugmyndin um „þriðju leiðina“ sem bundinn var endi á 1968? Hefur hið tékk- neska vor fengið uppreisn æru í falli Berlín- armúrsins og valdatöku þeirra sem áður voru bannaðir? Eða var ef til vill eitthvað annað í húfi, voru markmiðin einhver önn- ur og ef svo er, eru þau tækifæri okkur gengin úr greipum fyrir fullt og allt? Karel Kosik: Vorið í Prag hefur hlotið und- arleg örlög: það hefur í tvígang verið dæmt til dauða og grafið, af þeim sem fyrrum fóru með sigur af hólmi og svo aftur núna. Fyrri grafarar þess voru þeir menn sem komu á röð og reglu árið 1968 og komu með dygg- um stuðningi sovéska hersins aftur á því alræði lögreglu og skrifræðis sem almenn- ingur hafði gert harða hríð að með mótmæl- um sínum. Þessir menn fordæmdu Vorið í Prag sem gagnbyltingu. Þeir kváðu upp úrskurð sinn í plaggi sem nefnt var Lœr- dómurinn og var notað sem hin opinbera útlistun á gangi sögunnar. Sá sem ætlaði sér að halda starfi sínu, fá verk sín gefin út, koma fram opinberlega, komast áfram í þjóðfélaginu, varð að lepja upp sleggju- dómana í þessu hugsjónaplaggi og for- dæma opinberlega alla afturhaldssinna, hægrisinnaða framagosa, svikara við mál- staðinn, gagnbyltingarsinna, sem gerðu að sögn sífelldar atlögur að „grundvelli sósíal- ismans“ í Tékkóslóvakíu. Síðari útför Vors- ins í Prag var haldin nú nýverið, árið 1993, þegar hinir nýju sigurvegarar jarðsettu for- vera sína með pomp og prakt. Tékkneska þingið samþykkti með öruggum meirihluta og Vaclav Havel forseti undirritaði bráða- birgðalög sem kveða á um að tímabilið frá 1948 til nóvembermánaðar 1989 hafi verið tímabil þar sem þjóðfélagið hafi (í fjörutíu ár) lotið ógnarstjóm glœpasamtaka, það er að segja kommúnistaflokksins. Einn þing- mannanna skrifaði, þegar hann mælti fyrir áðumefndri lagasetningu, að stjómmála- mennirnir á tíma Vorsins í Prag hafi verið eins og varðmenn í útrýmingarbúðum, en að þeir hafi verið mun viðkunnanlegri en forverar þeirra. (Sjá Rudé Pravo, 18 júní 1993.) Sá sem vill átta sig á inntaki Vorsins í Prag verður að hafa þessa tvöföldu fordæm- 36 TMM 1993:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.