Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 44
gagnvart sjálfu sér. Að skipta um viðmið er svipað og að taka upp nýja mælikvarða: nú á tímum er tiltekið viðmið valdsins tekið gott og gilt, við samþykkjum tiltekna mæli- kvarða (die Massnahmeri) en það er ekkert farið eftir þeim, ruðst út fyrir þá, og því snúast þeir upp í andhverfu sína og allir mælikvarðar verða marklausir (die Mass- losigkeit). Enda halda jörðin og maðurinn áfram að eyðast upp, heimurinn áfram að snúst upp í andhverfu sína, verða eins og skúmaskot í verki eftir Dostojevskí, eins og kerfi sem gengur á eigin forsendum og lætur allt annað lönd og leið. Hvað þarf að gera til að bjarga heiminum? Það er ekki hægt að gera neitt til bjargar heiminum fyrr en mannkynið hefur losað sig undan því viðmiði sem nú er ríkjandi, við þennan mælikvarða sem byggist á sóun og óhófí, rangfærslum og ósannindum. Tvö sláandi dæmi um þennan mælikvarða sem er öfug- snúið niðurrifsafl: vopnaiðnaðurinn og út- flutningur á vítisvélum geta af sér hjálparstofnanir sem bæta þær upp. Nátt- úruspjöll þau sem eiga sér stað um allan heim verða til þess að stofnanir, samtök, hreyfingar sem hafa vemdun náttúrunnar að markmiði spretta eins og gorkúlur. Vel- ferð heimsins byggist á því að menn komi sér saman um annars konar viðmið í stað þess sem nú er við lýði og hvílir eins og stöðug ógn yfir heiminum með þeim afleið- ingum að allt sem menn taka sér fyrir hend- ur verður aðeins gert á forsendum mæli- kvarða sem er kolrangur og villandi þótt þeir sem með hann fara geri sér ekki grein fyrir því. Rainer-Maria Rilke ritaði í bréfi sem dag- sett er þann 13. nóvember 1925: „ . . . á okkur skella tómir, óþarfir hlutir, eitthvað sem virðist vera, lífsgildrur." Að sögn skáldsins er nútíminn tímabil gildra, tómra eftirlíkinga, gerviþarfa, aukaatriða. Nútím- inn þekkir ekki lengur þá hluti sem mynd- uðu ramma utan um líf forfeðra okkar, hluti sem mynduðu notalegt umhverfi sem gerði þeim kleift að miðla mannhyggju og hlýju frá einni kynslóð til annarrar. Fólk nú á tímum kannast ekki lengur við fyrirbæri eins og brunnur, tum, hús, epli, öm sem hnitar hringi. Við emm umkringd gildrum sem þrengja miskunnarlaust að okkur. Það er leitt til þess að vita, og það hefur heldur skemmt fyrir, að Rilke og síðar Heidegger skuli hafa kallað þessa tilhneig- ingu til skrums og sýndarmennsku því vafasama og villandi nafni „ameríkan- isma“. Það varð til þess að menn bitu það í sig að þau vandamál í Evrópu sem tengdust „endalokum sögunnar“ ættu rætur sínar að rekja til annarrar heimsálfu og annars konar menningar. Staðreyndin er hins vegar sú að hugtakið „endalok sögunnar" er algerlega og að öllu leyti evrópskt. Evrópa er fráleitt undir sterkum áhrifum frá Ameríku, heldur er Evrópa rétt eins og Ameríka og Japan, komin á lokastig „endaloka sögunnar". Nietzsche benti réttilega á þá staðreynd að der Schauspieler léki lykilhlutverkið í samtímanum, nú við „endalok sögunnar“ (Hin glöðu vísindi). Það væri misskilningur að þýða þetta hugtak með orðinu ,,leikari“. Schauspieler er sá maður sem kemur fram opinberlega, og allt sem hann gerir er ætlað fjöldanum. Schauspieler er opinber per- sóna sem heldur áhorfendum sínum og áheyrendum föngnum, hann er ætíð mið- punktur allrar athygli og býr svo um hnút- ana að aldrei slakni á athyglinni, enda krefst hann þess að allir horfi á hann og klappi honum lof í lófa. Schauspieler er maður augnabliksins og meistari núsins. Allt sem 42 TMM 1993:4 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.