Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 48
Milan Kundera
Þrír punktar
Satanía
Þróun mín sem skáldsagnahöfundar er al-
gerlega samfelld og óslitin, það er enginn
meginmunur á því sem ég skrifaði í Bæ-
heimi og því sem ég skrifaði í Frakklandi.
Né heldur á þeim skáldsögum sem ég skrif-
aði í hinum kommúníska Bæheimi og
Ódauðleikanum sem gerist að hluta þar í
landi. Sá sem gerir ráð fyrir að slíkur munur
sé fyrir hendi, og einkum þó sá sem heldur
að slíkur munur hljóti að vera óhjákvæmi-
legur, er haldinn tvenns konar fordómum.
Annars vegar eru þeir fagurfræðilegu for-
dómar sem felast í efasemdum um list
skáldsögunnar og tilgang hennar. Sumir líta
svo á að skáldsagan sé umfram allt lýsing á
tilteknu landi eða þjóðfélagi. Dæmi: skáld-
saga mín, Lífið er annars staðar, sem fjallar
um kornungt skáld á þeim tíma er stalín-
isminn stóð sem hæst. Það er ekki þar með
sagt að ég hafi verið að benda mönnum á
stalínismann: það hefði verið út í hött, því
ég lauk skáldsögunni árið 1969! Viðfangs-
efni mitt í þessari skáldsögu er af tilvistar-
legum toga spunnið: ljóðrænan. Byltingar-
ljóðræna ofsóknanna sem kommúnistar
stóðu fyrir varpaði óvæntu ljósi á hinn eilífa
veikleika mannsins fyrir ljóðrænu.
A sama hátt má segja að meginviðfangs-
efni Ódauðleikans sé ekki hið yfirborðs-
lega neysluþjóðfélag Vesturlanda nútím-
ans. Maðurinn hefur alltaf haft þörf fyrir að
vera yfirborðslegur. Allt frá upphafi hefur
hann borið í sér frjókom yfirborðsmennsk-
unnar sem nú er orðið að þjóðfélagsmeini,
en það er afleiðing gamals og viðvarandi
tilvistarvanda, þeirra hugmynda sem menn
gera sér hveijir um aðra. Þetta hefur verið
viðfangsefni mitt frá því ég skrifaði mína
fyrstu bók.
Hins vegar eru þeir fordómar sem felast
í þeirri skoðun að heimur kommúnismans
og heimur lýðræðisins séu tvennt ólíkt og
eigi ekkert sameiginlegt. Það má vel vera,
ef litið er út frá pólitísku eða hagfræðilegu
sjónarmiði. En skáldsagnahöfundurinn
miðar allt við hið áþreifanlega líf einstak-
lingsins og frá þeim sjónarhóli er ekki síður
sláandi hversu mjög heimamir tveir em
líkir hvor öðrum. Þegar ég sá á sínum tíma
fyrstu verkamannablokkirnar sem reistar
vom í Tékkóslóvakíu fannst mér þær vera
áþreifanleg sönnun á hryllingi kommún-
ismans! Af villimennsku hátalaranna sem
dengdu yfir fólk heimskulegri tónlist þótt-
ist ég ráða vilja til að breyta einstaklingun-
um í þursaflokk sem ætti það sameiginlegt
að láta þennan hávaða viðgangast. Það var
ekki fyrr en löngu síðar sem ég áttaði mig
á því að kommúnisminn var aðeins ýkt eða
skopleg útgáfa af því sem helst einkennir
J
46
TMM 1993:4