Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 61
ljót, guð forði mér, segir litla buddan, broslega búttuð, og togar í fléttumar. Sér þá á skipinu uglutrjónu og standa í stafni víkingar, nokkuð græðgislegir og kvenþyrstir. Þeir fremstu hafa á sér góða mynd, þeir sem aftar standa eru síður myndarlegir, en allir hafa sömu upphandleggi bera og loðna allt árið. í vör föður hennar rennir sér þessi hinn ókunnugi víkingabátur, og taka þeir þegar að afferma rauðvíns ámur með slíku eðalrínarvíni að þangið teygir sig upp, vill líka teyga. Hún sér ekki betur en þetta séu huggulegustu víkingar, vel norrænir og nokkuð ófinnskir. — Emð þið svona þyrstir? — Víst viljum við vökvun, svo við megum vökva. — Viljiði krækling? — Víst viljum við inn í kræklinginn þinn. Vínrauð söl, fjólublár þari og kvenmannslausir víkingar komnir yfir stórt haf mæna á meystelpuna. — Hefur bókin verið opnuð fyrir almennri umferð? — Faðir minn hefur kennt mér umferðarreglurnar. — Komdu þá í sjómann, segir sá sem fremst stendur, en fáðu þér fyrst í glas. Fiskimannsdóttirin fagnar mjög, fattar að einhver vill hana, kominn langt að. Hún veit hvaðan á sig stendur veðrið og er hvergi bangin. Hún þarf engan Markús til þess að vita hvaðan hann blæs þessi heiti vindur. Það klárast úr glasinu hennar, en jafnframt fyllist glasið hennar þegar fremsti víkingurinn hefur lokið sér af, hafandi farið upp á hana í vorblíð- unni. Sumarið reynist ekki síðra, þegar annar enn ljósari yfirlitum tekur hana að sér aftan frá. Haustsöknuðurinn ertir hana í líki hávaxins og kafloðins Bjarmlendings, og er all lengi. Það teygist úr vetrinum og hún fyllist skelfingu. Svartbrýndur sæfarinn ætlar aldrei út úr henni. — Þetta er nauðgun en ekki auðgun, kallar hún í örvæntingu. Hægt að fá of mikið af því góða, helvítið þitt. Það flæðir yfir alla barma, hún er helaum og rauð og vildi þetta ekki, aldrei. Hún bakkar með fyrri langanir og alla foma drauma á steininum. En ekki fær hún bakkað úr löngun þeirra. Þeir halda henni fastri á meðan forljótir ribbaldar ljúka sér af, öll áhöfnin fær öllum sínum uppsafnaða losta svalað á veslings stúlkunni, og votta allir sem einn að hún hafi viljað það. TMM 1993:4 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.