Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 64
inn af öllum hlaupunum. Þá lítur þreytt stúlkan á dívangarm þar út við
vegg.
— Finnst þtr ekki gott að lúra á daginn? segir Uglan.
— Nei, á nóttunni.
— Þú sefur þarna bara eins og þú vilt, segir Uglan, ég sef allan daginn
á priki mínu, og þá mátt þú ekki bæra á þér svo ég hrökkvi ekki upp,
ellegar ég steypi þér út um vindaugað.
Heyrist þá þytur í glugga, eins og himinninn vilji þrengja sér inn og
stúlkan hörfar og fellur í ómegin á dívaninn, þar sem gormamir vagga
henni fram eftir degi.
Hún vaknar endumærð í ljósaskiptunum við það að Uglan flýgur út,
og finnst þá enn verra að vera ein en með illfyglinu, svo hún fer að gráta.
Hún grætur í mislöngum hviðum, sumar eru stuttar, aðrar hálfstuttar,
nokkrar hálflangar, og enn em langar langar hviður, sogin eru upp og
niður, jafnvel til hliða, og sogast hátt upp í hvelfinguna og splundra
vefjum svo kóngulær fá nóg að gera í viðhaldinu. Úti sér hún bólstra og
grætur við enn meir. Hvorki sjást himintungl né vængjaðri himindýr
önnur, ekki sól, hið loðna dagstungl, hinn snoðni næturmáni, ekki fuglar
að sauma ský í hvolf.
— Ó horfin ertu góða jörð, hvað hef ég gert?
Hún tekur nú í óhemjuskap að lemja fætur sína fyrir að hafa borið sig
þessa hræðilegu afvegu á skrímslisfund, fætur hennar bregðast illa við
og bera hana að vindauganu stóra.
— Hættu strax hóran þín, eða við steypum þér þama niður, viltu það,
heyrir hún hnéskeljarnar segja.
— Nei elsku bestu fæturnir mínir, segir hún og tekur að kyssa þá,
seinna kannski, ekki strax, hér er enn margt að sjá og skoða.
Við þetta stillast fætumir og hún líka, þeir hlýða henni og ógna ekki
meir, enda var þetta ekki alvara þeirra, bara fótrænt sálfræðitrix. Geysi-
fagurt símunstur dordingla er á grjótveggjunum. Og eplasalatið á borðinu
gimilegt á leirdisknum.
Litlu áður en nóttin dettur á finnst henni söngsveit stefna að tumhús-
inu mikla sem hefur gleypt hana. Og reynist rétt vera, því vængjablak
heyrist brátt og Uglan stekkur reffilega inn um vindaugað, og í stélfar
hennar tólf manna hópur af kátum léttölvuðum leðurblökum í kjólfötum.
Þær syngja hver sitt lag, í öllum grísku tónstigunum og kínverskum líka
62
TMM 1993:4
J