Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 76
samferðamaður hans í Svefiihjólinu er að lesa Mylluna fer ekki hjá því að grúskeðli veki löngun til að lesa einnig Mylluna á ný. Og það rennur upp fyrir lesandanum að svona gæti hann farið hring eftir hring, leitandi að öðru verkinu í hinu, fastur í snúningi sem bæði verkin fjalla um og vísa til með titli sínum. Þó að verkin snúist þannig á vissan hátt saman fer því fjarri að annað snúist eingöngu innan í hinu; fremur má segja að hjól þeirra kræki hvort í annað. II Allir lesendur bókmennta hafa einhvem- tíma velt því fyrir sér hvernig sambandi skáldverka sé háttað. Hugsun og umræður fólks um bókmenntir lúta oft mjög að slík- um samböndum; lesendum finnst ein bók minna á aðra, einn höfundur líkjast öðrum; veki verkið hrifningu er eitthvert stórskáld gjaman dregið fram til samanburðar. Mað- urinn er samanburðarvera. Enda er það svo að í ýmsum eigindum skáldverks — stíl, myndmáli, persónusköpun, viðfangsefni, atburðasviði — enduróma önnur verk og stundum komum við þeim jafnvel umsvifa- laust fyrir okkur. Allir lesendur stunda því bókmenntasögu. Eitt áhrifamesta hugtak bókmenntasagnfræðinnar er meira að segja í mjög almennri notkun, en það er einmitt hugtakið áhrif. Jafnt gagnrýnendur sem svonefndir „almennir lesendur" styðjast mjög við ,,áhrif‘ til að koma sögulegri skipan á bókmenntirnar. Þannig kynni ein- hver að bregðast við ofangreindri lestrar- reynslu með því að segja að saga Boruta hefði hreinlega haft áhrif á Gyrði og þar með á Svefnhjólið. Samkvæmt þeim hugs- unarhætti væri þó Ódysseifskviða líklega sýnu atkvæðameiri sem mótandi afl á Svefnhjólið. Freistandi er og að halda því fram að höfundur hafi þá fyrst tryggt sess sinn í bókmenntasögunni þegar hægt er að full- yrða að hann hafi haft veruleg áhrif á þá sem ,,á eftir“ koma. Hann hefur þá í vissum skilningi ,,getið“ þessa afkomendur sína og þeir hafa sest að á ,,föðurleifð“ sinni. Ef höfundar ná vissri ,,stærð“ er svo að vísu varla hægt að tala um að einhver hafí haft áhrif á þá — þá hafa þeir flutt hlutverk föðurins með sér upp á guðastall. Þannig þætti mörgum fráleitt að tala um að Shakespeare hafi orðið fyrir áhrifum frá Plútark í þýðingu Thomasar Norton; við segjum að hann hafi ,,unnið“ úr þessu verki (Ævisögum göfugra Grikkja og Rómverja) eða ,,sótt“ efnivið í það. (Og hugsanleg áhrif leikskáldsins Marlowes fara skjótt sömu leið.) Hinsvegar eru engin takmörk fyrir því hvað Shakespeare hefur haft mikil áhrif á eftirmenn sína. Innan bókmenntafræðinnar hefur á und- anfömum aldarfjórðungi talsvert borið á nýju hugtaki (þótt það hvíli á gömlum hug- myndum) sem meðal annars hefur verið stefnt gegn blindri notkun áhrifahugtaks- ins. Þetta er hugtakið textatengsl („inter- textuality“ á ensku og samsvarandi orð á ýmsum öðrum tungumálum). Saman beina þessi hugtök, áhrif og textatengsl, athygli að ákveðnum vanda sem brennur ekki síst á aðstæðum íslenskrar bókmenntafræði. Annað hugtakið er sótt til hversdagsmáls og virkar því sem „náttúrulegt“ orð sem auðgripið er til. Fólki kann því að þykja það fara vel í skýrmæltri bókmenntaumfjöllun sem laus er við fræðilegan aukafarangur. Hitt hugtakið er framandi og ókennilegt; talandi dæmi um það hvernig bókmennta- 74 TMM 1993:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.