Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 108
annað, á milli þeirra er stöðugt flæði eða um-
breyting, menn verða að dýmm, dýr öðlast
mannlega eiginleika og andar, draugar og líf-
mögn ráfa um á hversdagslegu sögusviði sem
við fyrstu sýn virðist snautt af furðum. Lífgerv-
ingin takmarkast því ekki einvörðungu við
tungumálið heldur færist hún yfir á allan vem-
leikann, jafnvel yfir á ýmis efnisleg fyrirbæri
sem okkur er allajafna ekki tamt að telja líf-
mögnuð en em það kannski þegar allt kemur til
alls.
I nýjasta sagnasafni Gyrðis, Tregahorninu, er
áfram unnið með þennan lífheim, möguleikar
hans kannaðir og hugmyndir sem hafa komið
fyrir áður í bókum hans spunnar áfram, eigin-
lega svo langt að þær virðast ná endamörkum
sínum. Þetta eru 24 sögur, allar mjög stuttar og
sparsamar og teygja þá niðurskurðarstefnu sem
höfundurinn hefur fylgt á undanfömum ámm
enn lengra. Þannig er enn minna um myndmál
í textanum en áður, enn færri bindiþræðir sem
halda honum saman og skurðpunktamir sem
við vöndumst í skóla að allar góðar smásögur
ættu að hafa, æðin þar sem merkingin átti að
spretta upp eins og blóðgusa, horfnir veg allrar
veraldar en í stað þeirra kominn illhöndlanlegur
gmnur, brot sem lesandinn verður að tyggja
með skynjuninni og melta síðan í lítt notuðum
afkima vitsins svo hann geti fest þau saman. Það
furðulega er hins vegar að því naktari og tálg-
aðri sem textamir verða, því meiri verður dýpt
þeirra, þeir öðlast í sínu berstrípaða ástandi
eitilhörku sem miðlar dulhyggjulegri sýn á við-
fangsefnin og gerir þau sleip og hál fyrir skiln-
inginn. Ég er hins vegar ekki frá því að í a.m.k.
þrem sagnanna („Milli landa“, „Sumar“,
„Þrjár myndir úr Kópavogi“) hverfi festan úr
textanum og eftir standi aðeins splundruð mynd
sem engu að síður orkar furðulega sterkt á mann
þó svo að það sé ekki hægt að fá brotin til að
falla saman. Þannig má velta fyrir sér hvort list
Gyrðis sé list endimarkanna, í ætt við Beckett
og Kafka (eins og Astráður Eysteinsson gerði í
grein sinni: „Myndbrot frá barnæsku“, Skírnir
1990, bls. 470—494) og hvort vissum áfanga í
leit að merkingarríkri „þögn“ innan textans sé
náð þegar venjulegar hugmyndir um heild og
formfestu gilda ekki lengur heldur verður að
hugsa þær upp á nýtt og út frá nýjum forsend-
um.
En svo haldið sé áfram með lífheiminn, þá má
ljóslega sjá í Tregahorninu þau atriði sem fyrr
var minnst á eins og til dæmis umbreytinguna í
sögunni „Hundarnir" þar sem maður er búinn
þeim hæfileika að geta leikið margar kynslóðir
af hundum úr Vopnafirði. Og skemmtileg út-
færsla er hér á hugmyndinni um lífmögnun
efnislegra fyrirbæra í sögunni „Bókasafnið",
þar sem lagt er út af litlu bókasafni sem sögu-
maðurinn hefur í gluggakistunni og hefur ekki
einungis fólgið í sér andlegt líf bókstafanna
heldur ekki hvað síst efnislegt líf sem útheimtir
öndun og næringu: „Mig grunar að bækur þurfi
að anda einsog fólk...“ (bls. 82) segir hann og
opnar gluggann til þess að þær fái frískt loft.
Um leið eru bækumar gæddar óljósu minni um
upprunann, um skyldleika sinn við trén sem eru
utan við gluggann líkt og bandormurinn í jörð-
inni og bandormurinn í iðrum mannfólksins,
allt á sér samsvörun í öðru: tré verða að bókum
sem verða að hugsunum og öfugt.
Þessar sögur em þannig gæddar samhengi
sem er sannfærandi í furðum sínum, samlifun
allra hluta er þama fyrir hendi en það er eins og
til að koma auga á það verði eiginlega að segja
sig úr lögum við samfélagið, finna sér stað sem
er á mörkum þess, þar sem pláss er fyrir íhugun
mitt í flóðinu. Dvölin á þessu eylandi hlýtur
óhjákvæmilega að vekja upp gagnrýni á heim-
inn sem rennur framhjá, á það sem hefur rofið
þetta samhengi og gerir það kannski ómögulegt
að koma því á aftur nema með mikilli áreynslu,
nema með hugsun sem er spennt til hins ítrasta
þótt tjáning hennar sé kannski lágróma. Því þó
svo að lífheimurinn sé til staðar er honum
stöðugt ógnað, hann er í raun horfinn og endur-
fundir hans í skáldskapnum eru undir stöðugri
árás þeirrar hugsunar eða kannski fremur hugs-
unarleysis sem böðlast áfram án þess að skeyta
um umhverfíð. Það er ekki ósennilegt að af
þessari aðkrepptu stöðu, þessari jaðardvöl
skáldsins, spretti treginn sem gegnsýrir bókina
og fylgir lífheiminum eftir eins og hin dimma
hlið hans, ógnvænleg og myrk. Þessi tregi býr
við nánari athugun í öllu. í sögunni „Hundarn-
ir“ sem var minnst á hér fyrir ofan festist mað-
106
TMM 1993:4