Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 111
ein síða, er réttast að kalla þá örsögur en það form hefur verið að ryðja sér til rúms í auknum mæli í íslenskum bókmenntum hin síðari ár. í Bernskumyndum leitar Finnur Torfi Hjör- leifsson uppruna síns. Hugurinn reikar rúma hálfa öld aftur í tímann, myndir og atvik vakna til lífsins og knýja höfundinn til frásagnar um líf sem einu sinni var lifað en nú eru þjóðlífs- breytingamar svo örar að þeim fækkar stöðugt sem hafa einhverja innsýn í líf forfeðra sinna. Það kemur fram að höfundur er fæddur á gor- mánuði 1936 og heitir í höfuð afa síns sem fórst síðsumars sama ár, þ.e. skömmu áður en höf- undurinn er í heiminn borinn, sbr. ljóðið „Nafn- ar mínir“ (bls. 9). í öðm ljóði sem nefnist „Nafni þinn hefði kunnað“, er því lýst á áhrifa- ríkan hátt hvað nafn skiptir miklu máli fyrir þann sem er látinn heita í höfuðið á einhverjum. Gerðir hans og eiginleikar em alltaf vegnir og metnir í samanburði við þann sem heitið er eftir og það er vandlifað ef sá hinn sami var afburða- maður til orðs og æðis eins og nafni Finns í áðurnefndu kvæði: Ávallt var nafni minn nálægur. Þetta hefði nafni þinn kunnað, var sagt þegar ég gat ekki splæst saman enda. Hann hefði ekki verið lengi að þessu hann nafni þinn, fékk ég að heyra, ef ég var seinn að stokka upp eða beita. Og ef mér sinnaðist við mann: Hann var ekki að erfa það hann nafni þinn, þótt honum rynni í skap. Þannig skapaði nafni minn veröld mína, þótt hann væri löngu látinn (bls. 30). En það em fleiri áhrifavaldar í lífi drengsins en nafnar og forfeður. Hann á tvær ömmur á líft sem veita honum nokkra innsýn í þá veröld sem eitt sinn var. Önnur kennir honum bænir og guðsorð sem hann sofnar út frá á kvöldin: Ég minnist þess ekki að aðrir væru nokkm sinni nærri þegar ég var að sofna á kvöldin. Amma var lágvær þegar hún kenndi mér bænimar, og Guð lét ekkert til sín heyra, og það var óendanlegur friður (bls. 18). Hin amman er geftn fyrir skáldskap og bækur, hún býr annars staðar en kemur í langar heim- sóknir öðru hverju og hefur ofan af fyrir sér og öðmm með því að spinna lopa og syngja kvæði af köppum og kóngum eða eins og segir í eftir- farandi texta sem heitir „Spuni“: Áleitin er myndin af Gróu ömmu við rokk- inn. Við hlið sér hefur hún opna bók. Þessi smávaxna kona, sem hafði átt tylft bama og búið í koti, gerir nú víðreist um hallir. Um stund gleymi ég mér við myndir af annarleg- um kóngum og köppum. Amma mín syngur: Með hetjum sínum Hringur í höllu drakk um jói; hjá gömlum undi gylfa in gullna faldasól (bls. 25). Af ömmunum má fræðast um andlegt líf þjóð- arinnar fyrr á öldum sem einkenndist af guðsorði annarsvegar og sögum og kvæðum hinsvegar. Ekki er annað að sjá en Finnur Torfi búi enn að þessu veganesti sem hann hlaut í bemsku. Því fer þó fjarri að andlegheitin séu í fyrir- rúmi í Bemskumyndum, það er hin harða lífs- barátta sem er skáldinu efst í huga þegar það lítur yfir farinn veg. Lykilorðið í þeirri baráttu er „bjargræðið", að afla matar handa fjölskyld- unni er helsta keppikefli allra dugandi manna og drengurinn tekur þátt í að draga björg í bú frá því hann man fyrst eftir sér, hvort sem það er að draga fisk úr sjó, drepa æðarfugl, veiða silung, tína ber, rækta kartöflur o.s.frv. Æðar- fuglsdrápið er reyndar ekki vel séð fyrir sunnan en fyrir vestan gilda aðrar reglur eins og berleg- ast kemur fram í ljóðinu „Æðarfugl": „I minni sveit vom mest virtir þeir menn sem iðnir vom að bera sig eftir bjargræði lands og sjávar, eins þótt sett hefðu verið lög um annað fyrir sunn- an.“ (bls. 28). Einnig má nefna eitt einkenni sem virðist ríkt í íslendingum og það er að aka seglum eftir vindi, spara kraftana og beita hyggindum og lagni. Finnur lærir t. d. að fara með löndum þar sem straumur er minni, sbr. „ Að fara með lönd- um“ (bls. 19). Eftirminnilegt er einnig ljóðið „Sláttur" sem lýsir því þegar Finnur lærir sláttulagið af föður sínum sjö ára gamall: Og lífsreglur voru mér lagðar: Vinna sér létt. Aldrei að reiða til höggs. Það er ljótt sláttulag TMM 1993:4 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.