Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 113
mín og ættin þín, hvað ætli verði um okkur?“
Þetta er (bls. 48). spurning sem hollt er að velta
fyrir sér. Hvað verður um Island á næstu öld?
Verða jafn róttækar breytingar á lífi þjóðarinnar
á næstu fimmtíu árum og urðu á síðustu fímm-
tíu?
Bernskumyndir er heiðarleg bók, höfundur-
inn fegrar ekki og sýnir sjálfum sér enga lin-
kind. Niðurstaðan er persónulegt verk sem
hefur þó víðari skírskotun, það er hægt að Iesa
hana sem sögu kynslóðar höfundar, kynslóðar-
innar sem yfirgaf æskustöðvamar og naut
skólamenntunar. Hún átti síðan ekki aftur-
kvæmt heldur settist að í þéttbýli.
Málfar er beinskeytt og án skrauts og stíl-
bragða sem að öðru jöfnu einkenna bundið mál.
Upphafs- og lokaljóðið sýna engu að síður að
Finnur Torfi hefur gott vald á bundnu máli og
vonandi fá lesendur að njóta ljóðgáfu hans betur
í næstu ljóðabók. Það verður enginn ölvaður af
ljóðrænum stemningum við það að lesa
Bernskumyndir en af henni má draga siðferði-
lega lærdóma og verða margs vísari um líf á
afskekktum stöðum fyrr á öldinni.
Guðbjörn Sigurmundsson
Athugasemd við ritdóm Ingólfs V. Gíslasonar í TMM 3/1993
í ritdómi um bókina Liðsmenn Moskvu vitnar Ingólfur á bls. 108 í ummæli sem Guðmundur J.
Guðmundsson hefur eftir Kristni E. Andréssyni: „Ég vil helst hafa fundi þannig að Einar
Olgeirsson tali einn.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðlíka setning er lögð Kristni í munn sem fúlasta alvara, og er
engan veginn við Ingólf að sakast í því efni. Hann hlaut að taka mark á Guðmundi J. Upphaflega
var málsgreinin hinsvegar í gamansamri afmælisgrein sem Kristinn skrifaði um Þorvald Þórarins-
son lögfræðing fimmtugan (Þjóðviljinn, 11. nóv. 1959) þar sem hann gerir góðlátlegt grín að
þrasgirni Þorvalds:
„ .. . þú reiddist Þórði halta. Hann vildi fara að öllu með lagi, þú vilt ekki fara að neinu með
lagi.... Og eitt hef ég aldrei skilið: hvað þú ert gefinn fyrir að þrátta á fundum. Mér finnst fundir
beztir þegar allir þegja nema Einar.“
Það er skrítið að eins skopskynugur maður og Guðmundur J. skuli (sjálfsagt óvart) meðal
annarra verða til þess að Kristinn E. fái ekki að njóta þess, þá sjaldan hann lét eftir sér að hafa
uppi gamanmál á prenti.
Arni Björnsson
I I
TMM 1993:4