Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 113
mín og ættin þín, hvað ætli verði um okkur?“ Þetta er (bls. 48). spurning sem hollt er að velta fyrir sér. Hvað verður um Island á næstu öld? Verða jafn róttækar breytingar á lífi þjóðarinnar á næstu fimmtíu árum og urðu á síðustu fímm- tíu? Bernskumyndir er heiðarleg bók, höfundur- inn fegrar ekki og sýnir sjálfum sér enga lin- kind. Niðurstaðan er persónulegt verk sem hefur þó víðari skírskotun, það er hægt að Iesa hana sem sögu kynslóðar höfundar, kynslóðar- innar sem yfirgaf æskustöðvamar og naut skólamenntunar. Hún átti síðan ekki aftur- kvæmt heldur settist að í þéttbýli. Málfar er beinskeytt og án skrauts og stíl- bragða sem að öðru jöfnu einkenna bundið mál. Upphafs- og lokaljóðið sýna engu að síður að Finnur Torfi hefur gott vald á bundnu máli og vonandi fá lesendur að njóta ljóðgáfu hans betur í næstu ljóðabók. Það verður enginn ölvaður af ljóðrænum stemningum við það að lesa Bernskumyndir en af henni má draga siðferði- lega lærdóma og verða margs vísari um líf á afskekktum stöðum fyrr á öldinni. Guðbjörn Sigurmundsson Athugasemd við ritdóm Ingólfs V. Gíslasonar í TMM 3/1993 í ritdómi um bókina Liðsmenn Moskvu vitnar Ingólfur á bls. 108 í ummæli sem Guðmundur J. Guðmundsson hefur eftir Kristni E. Andréssyni: „Ég vil helst hafa fundi þannig að Einar Olgeirsson tali einn.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðlíka setning er lögð Kristni í munn sem fúlasta alvara, og er engan veginn við Ingólf að sakast í því efni. Hann hlaut að taka mark á Guðmundi J. Upphaflega var málsgreinin hinsvegar í gamansamri afmælisgrein sem Kristinn skrifaði um Þorvald Þórarins- son lögfræðing fimmtugan (Þjóðviljinn, 11. nóv. 1959) þar sem hann gerir góðlátlegt grín að þrasgirni Þorvalds: „ .. . þú reiddist Þórði halta. Hann vildi fara að öllu með lagi, þú vilt ekki fara að neinu með lagi.... Og eitt hef ég aldrei skilið: hvað þú ert gefinn fyrir að þrátta á fundum. Mér finnst fundir beztir þegar allir þegja nema Einar.“ Það er skrítið að eins skopskynugur maður og Guðmundur J. skuli (sjálfsagt óvart) meðal annarra verða til þess að Kristinn E. fái ekki að njóta þess, þá sjaldan hann lét eftir sér að hafa uppi gamanmál á prenti. Arni Björnsson I I TMM 1993:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.