Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 15
Silja Aðalsteinsdóttir Ósýnilegi barþjónninn segir frá Viðtal við Einar Má Guðmundsson Einar Már Guðmundsson tók á móti bókmenntaverðlaunum Norðurlanda- ráðs þann 28. febrúar síðastliðinn fyrir skáldsögu sína Englar alheimsins sem kom út 1993. Þá voru ekki nema þrjú ár síðan Fríða Á. Sigurðardóttir fékk þessi sömu verðlaun og fréttin kom gleðilega flatt upp á marga. Þetta voru þó síst óvæntar fréttir fyrir þann stóra hóp aðdáenda sem Einar hefur átt alveg síðan fyrstu bækur hans komu út fyrir fimmtán árum. Einar Már fæddist í Reykjavík 18. september 1954, faðir hans var leigubíl- stjóri, móðirin húsmóðir. Hann gekk þennan venjulega veg, í barnaskóla, gagnfræðaskóla, menntaskóla, háskóla þar sem hann nam sagnfræði og bókmenntafræði. Eftir BA-próf 1979 fluttist hann til Kaupmannahafnar með konu sinni, Þórunni Jónsdóttur. Þar las Einar bókmenntafræði, skrifaði og vann ýmis störf. Þau hjónin búa nú í nýreistu einbýlishúsi í Grafarvogi ásamt fimm börnum. Þó að fjölskyldan sé stór vinnur Einar Már heima, í litlu forstofuherbergi. Þar er tölva, gamall svartur sími og bókahillur, þar sem meðal annars má sjá bækur hans á ýmsum tungumálum. Hann er líklega sá starfandi rithöfundur á Islandi sem flestar bækur hafa verið þýddar eftir á önnur tungumál. Úr eldhúsinu hinum megin við þilið óma glaðar raddir, en þær trufla ekki höfundinn við vinnu sína. „Ef ég léti umhverfið trufla mig þá ynni ég aldrei neitt,“ segir hann. „Maður verður að laga sig að aðstæðum. Þegar rithöfund- ar leita að hinum fullkomnu aðstæðum til að skrifa bendir það til þess að það séu fremur aðstæðurnar en verkið sem málið snýst um. Þar sem við bjuggum áður vann ég inni í stofu ef mikið lá við, þó að sjónvarpið væri á og allt í fullum gangi. Stundum fór ég heim til foreldra minna til að vinna, og þegar við bjuggum úti í Danmörku vann ég töluvert á söfnum, til dæmis Konunglega bókasafninu. Maður verður að finna lausn hverju sinni í sam- ræmi við verkefnið. Aðstæður munu aldrei verða afsökun fyrir slæmu verki, ekki á okkar tímum og í okkar heimshluta. Það var annað fyrr á öldum. Ritsnillingar eins og Gísli Konráðsson á 19. öld höfðu ekki aðstæður til að fullmótast eða vinna úr verkum sínum eins og þá dreymdi um.“ Einar Már vakti athygli ljóðaunnenda árið 1980 þegar hann gaf út tvær TMM 1995:2 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.