Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 17
ljóðabækur á eigin vegum og seldi sjálfur af mikilli elju, Er nokkur í kóróna-
fötum hér inni og Sendisveinninn er einmana. Hann segir í viðtali (1987) að
söluharkan hafi verið „spurning um að duga eða drepast, ég varð að selja
þetta til að geta haldið áfram. Og það tókst. Þær seldust vel. En“ bætir hann
við, „það er hreinn mannorðsþjófnaður að segja að hörð sölumennska hafi
ein gert útslagið.11
„Ég byrjaði á bifvélaverkstæðunum á morgnana," segir Einar um sölu-
mennsku sína nú, „og endaði á börunum á kvöldin. Haustið 1980 var
gróskutími, pönkið í algleymingi. Mikið af tónleikum, mikið af fundum,
Rokk gegn her, Gervasonímálið og fleira. Ótal ný kaffi- og veitingahús höfðu
sprottið upp í borginni. Þá var ekki búið að taka núllin tvö af myntinni
þannig að ef ég seldi rúmlega hundrað bækur var ég með hálfa milljón í
vasanum -— sem þrem mánuðum síðar varð fímm þúsund kall. 500.000 varð
5000. Ég bað þá hjá Herrahúsinu að styrkja útgáfuna af því að þeir fram-
leiddu kórónaföt. Ég sagðist auglýsa fötin þeirra. Þeir vildu ekki styrkja
útgáfuna en buðu mér kórónaföt. Nú sé ég mikið eftir að hafa ekki þegið
þau. Það er kaldhæðnislegt að þessi þunna ljóðabók skuli standa eins og
einhvers konar minnisvarði um útdauða fataframleiðslu. Furðulegt að iðn-
aðurinn skuli ekki vera jafn lífseigur og ljóðið.“
Ári seinna kom svo þriðja ljóðabókin, Róbinson Krúsó snýr aftur.
Þjóðarathygli vakti Einar Már þegar hann vann samkeppni Almenna
bókafélagsins um handrit árið 1982, og með þeirri sögu, Riddurum hring-
stigans, varð hann óskabarn bókmenntaþjóðarinnar. Með henni varð hann
líka atvinnurithöfundur og fýlgdi henni fljótlega eftir með tveim skáldsögum
úr sama umhverfi en að öðru leyti ólíkum að stíl og frásagnarhætti, Vængja-
slœtti í þakrennum (1983) og Eftirmála regndropanna (1986). „f þessum
bókum,“ segir danski gagnrýnandinn og þýðandinn Erik Skyum Nielsen,
„styðst Einar við hina stoltu íslensku bókmenntahefð með því að fella að
texta sínum fjölda sagna, ævin-
týra og goðsagna. En óvæntasta
sérkenni hans er hve óþvingað
hann ferðast sem sögumaður
milli ólíkra sviða í textanum.“
(1995) „Skáldsaga sem boðar
gott fyrir norrænar bókmennt-
ir,“ sagði gagnrýnandi Berlingske Tidende um Riddara hringstigans. Eins og
eldri sagnameistarar Norðurlanda, William Heinesen og Halldór Laxness,
skapar Einar Már heildstæðan heim í þessum sögum og kemur stóra heim-
inum listilega fyrir í þeim litla.
„í Riddurunum er veruleikinn undarlegur
en í Vængjaslættinum er hið undarlega
verulegt."
„Lífsgleðin á grunnplaninu." (Viðtal, 1987)
TMM 1995:2
11