Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 17
ljóðabækur á eigin vegum og seldi sjálfur af mikilli elju, Er nokkur í kóróna- fötum hér inni og Sendisveinninn er einmana. Hann segir í viðtali (1987) að söluharkan hafi verið „spurning um að duga eða drepast, ég varð að selja þetta til að geta haldið áfram. Og það tókst. Þær seldust vel. En“ bætir hann við, „það er hreinn mannorðsþjófnaður að segja að hörð sölumennska hafi ein gert útslagið.11 „Ég byrjaði á bifvélaverkstæðunum á morgnana," segir Einar um sölu- mennsku sína nú, „og endaði á börunum á kvöldin. Haustið 1980 var gróskutími, pönkið í algleymingi. Mikið af tónleikum, mikið af fundum, Rokk gegn her, Gervasonímálið og fleira. Ótal ný kaffi- og veitingahús höfðu sprottið upp í borginni. Þá var ekki búið að taka núllin tvö af myntinni þannig að ef ég seldi rúmlega hundrað bækur var ég með hálfa milljón í vasanum -— sem þrem mánuðum síðar varð fímm þúsund kall. 500.000 varð 5000. Ég bað þá hjá Herrahúsinu að styrkja útgáfuna af því að þeir fram- leiddu kórónaföt. Ég sagðist auglýsa fötin þeirra. Þeir vildu ekki styrkja útgáfuna en buðu mér kórónaföt. Nú sé ég mikið eftir að hafa ekki þegið þau. Það er kaldhæðnislegt að þessi þunna ljóðabók skuli standa eins og einhvers konar minnisvarði um útdauða fataframleiðslu. Furðulegt að iðn- aðurinn skuli ekki vera jafn lífseigur og ljóðið.“ Ári seinna kom svo þriðja ljóðabókin, Róbinson Krúsó snýr aftur. Þjóðarathygli vakti Einar Már þegar hann vann samkeppni Almenna bókafélagsins um handrit árið 1982, og með þeirri sögu, Riddurum hring- stigans, varð hann óskabarn bókmenntaþjóðarinnar. Með henni varð hann líka atvinnurithöfundur og fýlgdi henni fljótlega eftir með tveim skáldsögum úr sama umhverfi en að öðru leyti ólíkum að stíl og frásagnarhætti, Vængja- slœtti í þakrennum (1983) og Eftirmála regndropanna (1986). „f þessum bókum,“ segir danski gagnrýnandinn og þýðandinn Erik Skyum Nielsen, „styðst Einar við hina stoltu íslensku bókmenntahefð með því að fella að texta sínum fjölda sagna, ævin- týra og goðsagna. En óvæntasta sérkenni hans er hve óþvingað hann ferðast sem sögumaður milli ólíkra sviða í textanum.“ (1995) „Skáldsaga sem boðar gott fyrir norrænar bókmennt- ir,“ sagði gagnrýnandi Berlingske Tidende um Riddara hringstigans. Eins og eldri sagnameistarar Norðurlanda, William Heinesen og Halldór Laxness, skapar Einar Már heildstæðan heim í þessum sögum og kemur stóra heim- inum listilega fyrir í þeim litla. „í Riddurunum er veruleikinn undarlegur en í Vængjaslættinum er hið undarlega verulegt." „Lífsgleðin á grunnplaninu." (Viðtal, 1987) TMM 1995:2 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.