Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 22
„væri ég bilað sjónvarp“ Þú slóst ígegn hjá stórum hópifólks með Ijóðabókunum þínum 1980 og 1981, og við litum á þig setn Ijóðskáld. Jafnvel eftir að sögurnar þínar fóru að koma útþá beið maður alltaf eftir nýrri Ijóðabók afþvíað maður var búinn að marka þérþann bás. Varþað ákvörðun að hætta að vera Ijóðskáld og verða sagnaskáld? „Nei, þetta gerðist af sjálfu sér, enda hef ég aldrei upplifað þessar tvær greinar sem tvennt ólíkt. Það má alveg sjá á seinasta partinum af Róbinson Krúsó að ljóðin eru að verða sagnakenndari og leita ein- mitt aftur í æskuárin, ég sæki mér efnivið og myndmál í þann heim. Og þannig leiddi þetta eitt af öðru. Ég var farinn að fást við að skrifa sögur eða prósa áður en þessar ljóðabækur komu út. Alveg eins og ég var búinn að skrifa mjög mikið af ljóðum áður en ég birti ljóð. Þegar menn byrja þá halda þeir að allt sé hrein snilld sem þeir gera en ég náði einhvern veginn alltaf í tæka tíð að átta mig á því að ég hafði ekki náð réttum tóni. Ég gerði mörg áhlaup á ljóðið, en það er fyrst með ljóðunum í þessum þrem bókum sem ég fann persónulegan tón. Hann átti sér talsvert langan aðdraganda. Svipað var með sögurnar. Framan af var ég ekki að skrifa einhverja sögu sem átti að koma út heldur var ég bara að skrifa einhvern prósa.“ Sástu það svo þegarfram í sótti að bútarnir vildu raða sér upp í sögu? „Nei, maður hefur náttúrlega alltaf haft þessa tilhneigingu til að ráðast í stærri verk en maður ræður við! Ætli það hafi ekki verið arfur frá ljóðlistinni að hugsa þetta fyrst sem stílæfmgar. Svo þegar maður var kominn út í þetta hugsaði maður sér kannski einhverja byggingarfræði í þessu sem náttúrlega stóðst engan veginn, þetta voru bara einhver prójekt sem sjálfsagt hefðu endað á tunglinu. En alltaf var þetta að safnast saman og ég var að skrifa svona í námunda við sögurnar. Svo bar það til eitt kvöld í Kaupmannahöfn að fyrsta setningin í Riddurunum kom til mín —“ Á meðan ég hleyp niður nýbónaðan stigann með klaufhamarinn hans pabba í annarri hendinni situr Óli á olíutanknum fyrir framan húsið. Áður en ég veit af hef ég lamið Óla með klaufhamrinum í hausinn. Óli æpir. Óli skelfur. Hausinn á Óla breytist í marga hausa. Óli hefur fjóra hausa. Síðan glúkk ... Riddarar hringstigans, 1982. Upphaf. Bersýnilega er lýríkin þessum höf- undi eiginlegt tjáningarform, aðferð hans til að mynda þráðlaust sam- band við lesandann. Vésteinn Ólason (um Vængja- slátt í þakrennum, 1984) 16 TMM 1995:2 >
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.