Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 23
Sló þig í hausinn — „Já. Og strax með henni lá sú saga nokkurn veginn ljós fyrir þó að það væru ótal ljón á veginum. Hún hafði greinilega setið þarna inni, og nú vildi hún út. Ég upplifði ekki neitt stökk á milli ljóðs og sögu. Allt á sitt upphaf í ljóðinu, allur sagnaskáldskapur á upphaf sitt í sagnaljóðinu, eposinu." Næstu verk á eftirþríleiknum voru smásagnasafnið Leitin að dýragarðinum (1988) og skáldsagan Rauðir dagar (1990) sem gerist um 1970 og nýtir þjóð- sögurnar úr Fylkingunni. Þessi róttœki tími verður mjög œvintýralegur í sög- unni og þú nœrð að endurskapa sprúðlandi gleðina og jjörið sem einkenndi hann. Enþú verðurvíðasthvaríþessum tveim bókum hefðbundnarisögumaður en bœðifyrr ogsíðar. Hvernig líturðu á þœr núna? „Sko. Hugurinn sem maður ber til bóka er ákaflega misjafn bæði út frá því hvað maður er að gera og út frá því í hvaða afstöðu þær standa við tímann þá stundina. Þannig að ég tek ekki neina eina afstöðu til þeirra. Ég á líka voða erfitt með að segja hluti eins og að mér þyki vænt um þær! Þá væri maður orðinn eins og einhver kerling! Ég get þó sagt að þessar sögur standa næst þeirri sagnalist sem maður hefur alltaf getað miðlað munnlega. Þegar menn voru sem unglingar talandi skáld að segja frá. Rauðir dagar og Leitin að dýragarðinum eru miklu meira af þeirri æð heldur en hinar bækurnar sem eru byggðar upp sem einhvers konar draumur.“ Stíllinn ekki eins lýrískur náttúrlega — „Þarna hætti ég að skilja!" Efnistökin eru kunnuglegri, koma manni síður á óvart en hinar bœkurnar. „Þær eru meira blátt áfram en hinar fyrri. Já, ég er mjög hrifinn af ákveðinni tegund sagna sem við getum kallað svona blátt áfram sögur. Sá sem hefur verið meistari þess forms er hann Borges, sem bæði hefur skrifað um þetta form og margar sögur í þeim anda. Nú var það á engan hátt nein ætlun að apa eftir Borges enda ekki á færi neins, en þetta náði mér. Ég átti effir að segja frá mörgu í heimi þríleiksins og hefði getað byggt mitt höfund- arverk upp á sögum úr þeirri veröld eingöngu. Hún er alveg endalaus brunnur ef út í það er farið. En mér fannst kominn tími til að hvíla þennan heim, leyfa honum að fá smá fegrunarblund og taka til við annað. Og hafði svolítið þessa tilfinningu sem hann orðaði sá sem ég þýddi bók effir þarna á milli, McEwan, hann talaði um að effir sínar fjórar fyrstu bækur þá hefði hann verið búinn að skrifa sig út í horn. Mér finnst þetta vel sagt. Ég hafði líka þörf fyrir að gera eitthvað róttækt öðruvísi og víkka sagnaæðar mínar út. Eft ir á að hyggja nýtti ég mér í báðum bókunum sögur sem ég hafði heyrt, upplifað og séð og það var ákveðið fráhvarf frá þessari heimssköpun sem var TMM 1995:2 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.