Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 26
ingarstarfsemi, í senn pólitísk og listræn, eins og í Suðurgötu 7 með gallerí og tímaritið Svart á hvítu.“ En stelpan kom sem sagt snemma inn íþetta langaferli — „Og svo tók hún ríkið! Ég var líka að vinna með klisjuna. Hjá mér kemur norðanstúlkan inn í annars konar sérvitringaheim en hjá Halldóri Laxness tuttugu árum fyrr.“ Frá upphafi vega hefur eyjabúinn horfið á vit ævintýranna. Til að verða ekki of nærsýnn þarf hann að snúa sjónaukanum við. En þegar hann er kominn burt uppgötvar hann að ævintýrin, hinir andlegu fjársjóðir, voru allan tímann í kringum hann. Þess vegna snýr hann við en þá með fjarskann í farangrinum. „Sögumaður í málverkinu" (1989) Innskot um þýðingar og fleira Eins og allir sem gera ritstörf að atvinnu sinni hefur Einar Már skrifað fleira en ljóð og sögur. í samvinnu við Friðrik Þór Friðriksson skrifaði hann handritið að kvikmyndinni Börnum náttúrunnar sem hefur gert garðinn frægan um allan heim og einnig Bíódögum. Einar hefur líka haldið erindi og skrifað greinar um bókmenntir í þetta Tímarit, í Lesbók Morgunblaðsins og víðar, og hann hefur þýtt nokkur verk. ,Ætli maður að lifa á ritstörfum verður maður að vera til í allt,“ segir hann. „Ég hef þýtt tvær skáldsögur eftir breska höfundinn Ian McEwan og fáeinar smásögur. Svo hef ég þýtt talsvert af ljóðum úr dönsku og eitt leikrit, Prometeus í saksen eða Ráðherrann klipptur eftir Ernst Bruun Olsen sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1991. Það er hvíld að fást við hugsanir annarra í þýðingum og líka viss þjálfun að setja setningar á blað sem maður myndi aldrei skrifa sjálfur. í þýðingar- vinnunni verður manni dulhyggja tungumálsins ljósari — eða óljósari!“ En afhverju McEwan? „Ég fékk Steinsteypugarðinn í bókaklúbbi þegar ég var í Danmörku og kynntist síðan öðrum verkum hans. Ég varð strax hrifmn af smásögunum og þegar ég las Steinsteypugarðinn betur sá ég hvílíkt snilldarverk þetta var. Það sem ég heillast af hjá honum er að hann hefur ruddaskap í bland við fágun, sem er einkenni á góðum breskum bókmenntum. Ég hef lesið talsvert af þessari kynslóð breskra höfunda og mér fannst McEwan mesti stílistinn af þeim. En við erum ólíkir höfundar. Það sem ég hrífst af hjá honum er hvað hann nær vel utanum söguheim sinn. Allt verkið hjá honum er eins og Laxness orðaði það: strúktúrerað horn í horn!“ 20 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.