Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 29
Norðurlanda, eins og Lesið í snjóinn. Hún er kannski ekki að öllu leyti minn tebolli en ég skil vel hvers vegna hún hefur náð svona langt.“ Ríkjandi drættir í hefð íslenskrar listsköpunar eru sögulegs eðlis. Okkar list- ræna hefð er sagnahefð. Oft er sagt að sú hefð hvíli eins og skuggi yfir allri listsköpun. En gleymist þá ekki að bæta við að hún er einnig birta hennar? „Sögumaður í málverkinu" (1989) „Við þessir svokölluðu strákar" Eftirfyrstu bœkurnar kom nokkur afturkippur í vinsœldir þínar meðal gagn- rýnenda hér heima. Það er stundum sagt að þú sért skammaður fyrir tvennt: fyrir að vera fyndinn ogfyrir að vera strákur. Er munur á gagnrýni hér heima og erlendis? „Ég vil fyrst segja í sambandi við þessar skammir og strákamál að ég hef ekkert verið uppnæmur fyrir því tali. Maður hefur heyrt ansi oft að við séum ekki merkilegir pappírar, þessir svokölluðu strákar, en smám saman hefur þetta orðið eitthvert ámátlegt væl í mínum eyrum, klisja sem er hætt að virka á mig. Kannski vegna þess að bækurnar mínar hafa fengið mikla umfjöllun annars staðar — og þarna kemur til mikilvægi þýðinga — þar sem þær hafa verið lesnar af alvöru. Það hefur auðvitað verið gert hérna heima líka. Þetta viðhorf um strákana er bara eitt viðhorf; það eru fjölmörg önnur í gangi, þó að það séu ef til vill hljóðlátari menn sem láta þau í ljós.“ En hefurðu fengið vandaðri umfjöllun um bœkurnar þínar erlendis? „Það er fjarskalega auðvelt að segja að allt sé svo lásí á íslandi en stórt og mikið annars staðar. Hér er mjög fært bókmenntafólk, og manna á milli í ýmsum krókum og kimum á sér stað frjó bókmenntaumræða hér á landi. Mínar bækur hafa líka fengið mjög vandaða umfjöllun hér heima. En mér finnst ein verulega leiðinleg tilhneiging hafa verið uppi undanfar- in ár. Það hafa komið fram bókmenntagagnrýnendur sem virðast leggja mesta áherslu á að vera afgerandi á einhvern þann hátt að effir því sé tekið; verkið sem verið er að fjalla um hverfur jafnvel í skuggann af umsögninni, og það hefur orðið keppikefli að vera illkvittinn og rætinn. Þetta finnst mér koma ritstjórnarstefnu blaðanna meira við en gagnrýnendum sem slíkum. Blöðin verða vör við að þetta vekur athygli og gangast upp við það. Síðan hefur þetta orðið fáránlegra með hverju árinu, eins og þegar verið er að gera TMM 1995:2 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.