Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 30
einhverja vinsældalista höfunda út frá þrjátíu símtölum eða þessi stjörnugjöf
sem minnir mest á stelpur að leika sér að Barbie-dúkkum og rífast um hver
þeirra eigi fallegustu dúkkuna. Þetta er frekar hugarástand en alvarleg
bókmenntaumræða, spurningin um að deila og drottna. Einhverjir eru
teknir og þeim hossað meðan öðrum er hent niður á botn. Það er til eitthvað
á milli þess að vera á snúrunni og vera róni.
Nú, síðan er í gangi ákveðin rétttrúnaðarhyggja eins og glögglega birtist í
mótmælaskjali gegn sjónvarpsþætti þeirra Sigfúsar Bjartmarssonar og Jóns
Halls Stefánssonar. Innan hinnar svokölluðu „bókmenntastofnunar“ er til
fólk sem í senn vill vera opinbert gæðaeftirlit og skoðanalögregla. Ef bók-
menntirnar eru spilastokkur eru öll spilin tromp, ekki bara hjartadrottning-
in, þó hún gildi auðvitað meira en tígulgosinn. Bókmenntirnar eru í eðli sínu
öndverðar allri einokunarstarfsemi eða hringamyndun skoðana. Leiðarljós
nútímasögunnar er hið gamla viðhorf anarkistanna: vertu raunsær og fram-
kvæmdu hið ómögulega."
„Heimsbókmenntirnar loga af geðveiki!11
Gagnrýnendur tóku Englum alheimsins fagnandi. „Besta skáldsaga ársins,“
hét umsögn Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem einnig sagði að verkið hitti
lesandann „beint í hjartastað“. Og Gísli Sigurðsson segir að persónulýsing
Páls sé „með glæsilegustu bókmenntaafrekum síðari ára“. Sagan gerist í sama
umhverfi og þríleikurinn, nýju hverfi í austurbæ Reykjavíkur. En tónninn er
allt annar, viðkvæmari, sárari. Söguhetjan, Páll Ólafsson, er veikur á geði og
sagan lýsir þrautagöngu hans gegnum lífið, ósigrum hans og niðurlægingu
og loks dauða. Stíllinn er knappur og bókin er „bráðfýndin á köflum þrátt
fýrir þungt efni“, eins og Matthías Viðar Sæmundsson segir í sinni umsögn.
En leiðin virðist löngfrá Jóhanni Péturssyni, söguhetju Riddara hringstigans,
til Páls. Hvers vegna skrifaðir þú sögu hans?
„Ég á erfitt með að nefna neina eina ástæðu fýrir því. Ákveðin atriði í
Englunum höfðu leitað lengi á mig og komið frá mér í einhverju formi. Til
dæmis koma Pétur bóndi og Viktor líka fyrir í Leitinni að dýragarðinum.
Yfirleitt eiga sögurnar mínar allmiklu lengra ferli en ritunartíminn er. Ég er
kannski búinn að taka ýmislegt niður og skrifa lengi út í loftið, leggja í fæting
við eitthvað sem ég hef ekki ráðið við, leggja það til hliðar og taka það aftur
og hugsa upp á nýtt. Með þessu móti held ég að sögurnar verði fleirtóna. Þó
að þær virðist vera bein frásögn þá liggja fleiri lög undir textanum.
En hvers vegna ég skrifaði hana — það er náttúrlega hægt að tala um það
í alla nótt! Fyrst og fremst þekkti ég málin sem fjallað er um í bókinni svo
24 TMM 1995:2
fe