Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 33
lega mesta sálfræðing allra tíma, Vilhjálm gamla Shakespeare. Ég rifjaði upp minn Hamlet, Macbeth og Lé konung meðan ég var að skrifa Englana. Það voru ansi margir í spilinu með mér, og þó held ég kannski að í Englunum hafi ég náð inn á eitthvert svið þar sem ég var ekki bundinn neinum sérstökum áhrifum. Ég fann ekki fyrir því sem Marquez talar um að menn sláist ævinlega við fyrirmyndir þegar þeir skrifi skáldsögur. Hann talar um sinn bardaga við Faulkner og Hemingway, og mér finnst ég í vissum fyrri bókum hafa gengið í gegnum slíkan fæting við ýmsa, en það var ekkert slíkt á kreiki í Englunum.“ Er það vegna þess að það hefur enginn sagt nákvœmlega þessa sögu áður? „Náttúrlega eru allar sögur á vissan hátt nýjar en um leið gamlar. Maður veit að þó að saga sé einföld þá hvílir á bakvið hana þessi langa og mikla hefð sem í bókmenntunum býr. Einhvernveginn tókst sagnariturunum fornu að fella sinn lærdóm að ákaflega einföldu og óbrotnu frásagnarformi. Halldór Laxness gerði sér grein fyrir þeirri list eftir Vefarann, þegar hann fer að skrifa sínar epísku sögur og gengur í klaustur fortíðarinnar. Menn reyna að ná þessu hver á sinn hátt en sem sé, það var talsverð barátta að skila þessu efni tæru og einföldu.“ Einhver hefði leyft sturluninni að skila sér inn í tungumálið. „Það höfðaði aldrei til mín. Þegar ég sagði frá því að ég væri að vinna að þessari sögu þá spurði fólk: já en verður það ekki voða skrýtin bók? Þess vegna hélt ég því lengi fyrir sjálfan mig að ég væri að vinna að henni.“ En hvarfinnst þér leiðin opnast fyrir geðklofann í sögunni? „Mér finnst hann liggja í henni alveg frá sýninni í fyrsta kaflanum. Eftir það hvílir hann yfir öllum textanum. Frásagnir frá æskuárunum eru brotnar upp með samsvörunum úr framtíðinni. Sé þessi bók eitthvað ólík öðrum sem um svipað mál þalla þá er það af því að það er engin fyrirfram gefin mynd af málefninu í henni, eins og gerist í Gaukshreiðrinu og fleiri verkum sem fjalla um spítala sem stofnun. Þetta geta verið fyrirtaks bókmenntaverk, en mér hefur oft fundist höfundar einfalda efnið. I þeim verkum er mórall- inn gefinn. En það eru þversagnir í öllu, sjúklingunum gagnvart spítalanum og spítalanum gagnvart sjúklingunum og læknar hafa mismunandi skoðan- ir. Ég held að sagan mín reyni að samþætta sálfræðileg viðhorf, félagsleg og tilveruheimspekileg. Svo er örlagahyggja þarna líka. Skáldsagan rúmar nefni- lega alla þessa þætti. Menn eru oft að leita að einhverju einu í bókmenntaum- ræðunni, eitthvað eitt á að vera ríkjandi, en leit skáldskaparins að svari við spurningum liggur eftir löngum gangi þar sem eru margar dyr inn í ólík herbergi. Ég hef reynt í verkum mínum að taka áhættur, berjast við það sem ég gerði áður. Því hráa raunsæi sem bjó í Riddurunum afneitaði ég dálítið í TMM 1995:2 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.