Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 37
sem kom og rafvæddi bæinn einn síns liðs og varð fyrir vikið líflaus hetja skyldari teiknimyndafígúru eins og Súpermanni en póetískri manneskju af holdi og blóði. En það er eins og að sparka í hræ að fara út í þessa sálma.“ Hvaðan koma þessar geðveiku íslendingasögur í Englum alheimsins, sagan afViktori, Óla bítil, geggjaða stúdentinum — eru þeir alvörufólk? „Það eru allir í alvöru. Persónur í sögum eru oft meira í alvöru en persónur í alvörunni. Það er fótur fyrir þeim öllum. Persónurnar í æskuveröldinni, eins og Baldvin Bretakóngur og fleiri, um þær eru til þjóðsögur sem lifðu í Sundahverfinu og Vogahverfmu, umhverfi spítalans. Þangað eru þær sóttar en um leið lúta þær samhenginu sem sagan þarf á að halda. Alveg eins og höfúndur hefur alltaf einhver atvik til að styðjast við en síðan þarf hann að barna þau á einhvern hátt til að þau virki. Þegar fólk er komið inn í skáldsögu þarf það að skrá sig inn í einhvers konar mynstur og verða áhugavert á annan hátt en sem skringilegar mannverur. Þeir sem eru þjáningarbræður Páls á spítalanum eru byggðir á ýmsum mönnum sem ég kynntist þarna og heyrði sagt frá. En þó að eitt og annað sé hægt að rekja til raunverulegra manna þá er það í sjálfu sér ekki áhugavert því þessar persónur eru um leið ákveðinn flötur á málefni sem á við fleiri en þá. Eins og Pétur sem gengur í sjóinn — það hafa margir gert —, margir hafa farið flatt á sýrunni og fleiri en Viktor hafa breyst í Hitler.“ Ertu þá að segja aðþeir séu settir saman úr mörgum mönnumf „Ég er að segja að ég lít ekki svo á að ég sé að draga upp myndir af ákveðnum mönnum sem ganga hér á meðal okkar heldur vildi ég sýna eða lýsa þeirri mennsku sem í þessu fólki býr. Meðal þess eru oft hæfileikamiklir einstaklingar en eitthvað hefur farið úrskeiðis í lífi þeirra. Og línan á milli — það þarf lítið til að allt fari úr böndum, en samt er mikið eftir. Eins og veikleikar þessa fólks eru meira afgerandi en hjá venjulegu fólki þá er hreinlyndi þeirra og fegurð það oft líka. Varðandi sannleiksgildið þá eiga ýmis lygileg atriði í sögunni sér stoð í veruleikanum. Til dæmis var forsetabílnum einhvern tíma stolið! Ég held að það sé afar sjaldgæft í skáldsögum að menn séu búnir til frá grunni. Allt er til í veruleikanum. En menn eru lesnir inn í samhengi sögunnar þannig að fyrirmyndin lagar sig að sögupersónunni. Tökum til dæmis setninguna „Kleppur er víða“. Ég vissi alveg frá upphafi að einhver í bókinni myndi segja þessa setningu, en það varð Rögnvaldur, skólabróðir Páls, af því að þar hitti setningin í mark. Hún hafði flækst á milli nokkurra lækna og komið við í munni sjúklinga, en þarna var hún í samhengi, hún átti heima hjá Rögn- valdi.“ Ég hélt að Rögnvaldur hefði sagt hana! „Hann sagði hana! TMM 1995:2 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.