Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 37
sem kom og rafvæddi bæinn einn síns liðs og varð fyrir vikið líflaus hetja
skyldari teiknimyndafígúru eins og Súpermanni en póetískri manneskju af
holdi og blóði. En það er eins og að sparka í hræ að fara út í þessa sálma.“
Hvaðan koma þessar geðveiku íslendingasögur í Englum alheimsins, sagan
afViktori, Óla bítil, geggjaða stúdentinum — eru þeir alvörufólk?
„Það eru allir í alvöru. Persónur í sögum eru oft meira í alvöru en persónur
í alvörunni. Það er fótur fyrir þeim öllum. Persónurnar í æskuveröldinni,
eins og Baldvin Bretakóngur og fleiri, um þær eru til þjóðsögur sem lifðu í
Sundahverfinu og Vogahverfmu, umhverfi spítalans. Þangað eru þær sóttar
en um leið lúta þær samhenginu sem sagan þarf á að halda. Alveg eins og
höfúndur hefur alltaf einhver atvik til að styðjast við en síðan þarf hann að
barna þau á einhvern hátt til að þau virki. Þegar fólk er komið inn í skáldsögu
þarf það að skrá sig inn í einhvers konar mynstur og verða áhugavert á annan
hátt en sem skringilegar mannverur. Þeir sem eru þjáningarbræður Páls á
spítalanum eru byggðir á ýmsum mönnum sem ég kynntist þarna og heyrði
sagt frá. En þó að eitt og annað sé hægt að rekja til raunverulegra manna þá
er það í sjálfu sér ekki áhugavert því þessar persónur eru um leið ákveðinn
flötur á málefni sem á við fleiri en þá. Eins og Pétur sem gengur í sjóinn —
það hafa margir gert —, margir hafa farið flatt á sýrunni og fleiri en Viktor
hafa breyst í Hitler.“
Ertu þá að segja aðþeir séu settir saman úr mörgum mönnumf
„Ég er að segja að ég lít ekki svo á að ég sé að draga upp myndir af
ákveðnum mönnum sem ganga hér á meðal okkar heldur vildi ég sýna eða
lýsa þeirri mennsku sem í þessu fólki býr. Meðal þess eru oft hæfileikamiklir
einstaklingar en eitthvað hefur farið úrskeiðis í lífi þeirra. Og línan á milli
— það þarf lítið til að allt fari úr böndum, en samt er mikið eftir. Eins og
veikleikar þessa fólks eru meira afgerandi en hjá venjulegu fólki þá er
hreinlyndi þeirra og fegurð það oft líka.
Varðandi sannleiksgildið þá eiga ýmis lygileg atriði í sögunni sér stoð í
veruleikanum. Til dæmis var forsetabílnum einhvern tíma stolið! Ég held að
það sé afar sjaldgæft í skáldsögum að menn séu búnir til frá grunni. Allt er
til í veruleikanum. En menn eru lesnir inn í samhengi sögunnar þannig að
fyrirmyndin lagar sig að sögupersónunni. Tökum til dæmis setninguna
„Kleppur er víða“. Ég vissi alveg frá upphafi að einhver í bókinni myndi segja
þessa setningu, en það varð Rögnvaldur, skólabróðir Páls, af því að þar hitti
setningin í mark. Hún hafði flækst á milli nokkurra lækna og komið við í
munni sjúklinga, en þarna var hún í samhengi, hún átti heima hjá Rögn-
valdi.“
Ég hélt að Rögnvaldur hefði sagt hana!
„Hann sagði hana!
TMM 1995:2
31