Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 42
Sveinn Skorri Höskuldsson
Söngvari lífsfögnuðarins
Hugleiðing um skáldskap Davíðs Stefánssonar á aldarafmæli hans
Vorið 1912 eða ’13 sat miðaldra íslenskt skáld eitt sér yfir glasi sínu á
veitingastað í Stokkhólmi og kvöldloftið dró andann um krónur trjánna. Þar
voru einnig sænskir og norskir stúdentar að gera sér glaðan dag. Þeir tóku
að syngja gamalt lag við alþýðlegt, ljóðrænt kvæði og þetta varð hinu íslenska
skáldi tilefni til þess að halda dómþing yfir eigin skáldskap:
Þessi einfaldi, sanni og hreini hljómur,
mitt hjarta snart einsog sakardómur.
Því braust jeg frá sókn þeirra vinnandi vega
á vonlausu klifin, um hrapandi fell?
Það hlóðst að mjer allt einsog haf af trega,
sem holskefla sannleikinn yfir mig íjell —
minn eyddi draumur, sem eilífð ei borgar,
minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar.
Síðar segir skáldið:
Já, þetta var listin, sú heilaga, háa,
að hækkast ei yfir hið daglega lága,
að stilla ei hjartnanna hörpur að nýju,
að hljóma þeim næst, því það er þeim kærst;
að forðast ei leik hinnar ljettu gígju,
að leita ei neins, af því það sje fjærst —
og bliki þjer sjónir af bjartara degi
að bera þær varlega á annara vegi.
Þrátt fyrir svo harða málssókn sýknaði hið íslenska skáld sig í lokaerindi
kvæðis síns:
-----Jeg dvaldi þar aleinn með sál minni sjálfri
í söngvum múgans hjá skálinni hálfri,
og kenndir og þankar mjer hverfðust í huga,
svo hvikult er sinnið við gamalt lag.
Mjer varð sem þar suðaði fiðrildi og fluga,
um flugþreytta hauldnn sem átti sinn dag.
Ó, sorganna líf, uns veröldin valcnar
þú vonar og minnist, þú þráir og saknar.
36
TMM 1995:2