Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 43
Eins og allir mega heyra sat hér Einar skáld Benediktsson að sumbli og
kvæðið „Gamalt lag“ birti hann í þriðja ljóðasafni sínu Hrönnum haustið
1913.1
Hann breytti enda ekki um kveðskaparstíl. Allt um lof hans til hins
alþýðlega, einfalda og ljóðræna, er birtist hér og víðar í kvæðum hans og
greinum, virtist sá skáldskapur sem suð flugna borið saman við flug hauks-
ins.
Þegar hér var komið skynjaði samt auðvitað skáld eins og Einar Benedikts-
son „áttaríg“ svo að vitnað sé til orða Davíðs Stefánssonar í „Bréfi til
uppskafningsins“.2 Áður en Einar gæfi út næsta kvæðasafn sitt hafði líka birst
á prenti 1919 sú bók, sem hvað mestum áttaskilum olli í íslenskri Ijóðagerð
á fyrsta þriðjungi aldarinnar, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson.
Rúmum mannsaldri síðar, þegar Davíð varð sextugur, rifjaði hann upp
bókmenntalegt andrúmsloft þessara ára og sagði þar:
Á æskuárum mínum þótti mörgum sá bragur ljósasti vottur
vizku og náðar, sem var kaldhamraður og torskilinn og virtist
myrkvaður af mannviti. [--]
Það var engan veginn ætlun mín né áform að hefja með kveð-
skaparhætti mínum atlögu gegn ákveðnum skáldum eða stefnum,
heldur kvað ég aðeins, eins og mér var eðlilegast og lét bezt. Tónn
þjóðvísunnar hafði snortið mig, lög, sem sungin voru við vöggu
mína, urðu mér minnisstæð og hjartfólgin og gáfu mér byr undir
báða vængi.3
Hverjir voru svo þeir höfðingjar andans sem hæst bar á hinu íslenska
bókmenntasviði við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri?
Ætli það sé á nokkurn ranglega hallað þó að nefndir séu af ljóðskáldum
Stephan G. Stephansson og Einar Benediktsson, en af sagnaskáldum Einar
H. Kvaran.
Allir voru þeir hugmyndalega mótaðir af viðhorfum 19. aldar, framar
öðru af vísindahyggju og framfaratrú pósitívismans. Ljóðstíll þeirra Steph-
ans G. og Einars var þungur og lotulangur, meitlaður vitsmunalegu viðhorfi
og djúpri alvöru í þjóðfélagslegum og heimspekilegum efnum. Einnig voru
þessir höfundar mótaðir af þeim yfirborðsstrangleik í siðferðisefnum, sem
einatt er kenndur við drottninguna Viktoríu á Englandi, þó að þar gengi
Einar H. Kvaran fram með eindregnasta hreinlífiskröfu.
Enda þótt Davíð segði það ekki hafa verið ætlun sína að hefja atlögu gegn
ákveðnum skáldum með kveðskaparhætti sínum virðist okkur nú að Svartar
fjaðrir séu næsta meðvituð uppreisn eða bylting gegn listrænni aðferð og
lífsviðhorfum þeirra þriggja höfuðskálda af eldri kynslóð sem nefnd voru.
TMM 1995:2
37