Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 45
[----] þá hríslaðist eitthvað um mig, sem var allt annað en ég gat fundið til af kvæðum hinna ungu skáldanna, þó að sum þeirra gætu ort býsna vel. Ég skal hvorki reyna að lýsa því né skýra, hvað því olli: orðin, tungutakið, flutningurinn? En um áhrifin var ekki að villast.4 Og þegar Davíð varð sextugur lýsti skáldbróðir hans, Jóhannes úr Kötlum, áhrifum Svartra fjaðra á þessa leið: Hafi nokkru sinni leiftrað af eldtungu í íslenzkri ljóðlist, þá var það þegar Davíð Stefánsson hóf þar flugið á sínum „svörtu fjöðr- um“. Og það varð langt og leikandi flug. Heimasæturnar stóðu á hlaðinu, fullar eftirvæntingar og hlustuðu á þessa nýju, endur- leysandi tungu. Jafnvel karlarnir, feður þeirra, kinkuðu ruglaðir kollinum og fyrirgáfu þeim. Enginn stóðst þennan magnaða söng. Víkingurinn frá Fagraskógi fór með ærslum um útnes og afdali, gerði usla í hverju koti og hugskoti, loft varð þrungið bríma og sindrum — þetta var einmitt tónninn sem okkar lífsþyrsta unga Island vantaði.5 Hrollurinn — svölun lífsþorstans — dauðinn og ástin. Tvö andstæð skaut, en þó órjúfanlega tengd. Á þá strengi, sem þar liggja á milli, lék hinn ungi töframaður seið sinn. Erum við hér vitni að ævintýrinu um Aladdín og lampann eða dæmisög- unni um Kólumbus og eggið? Hvað var svona nýtt? I þriðja bindi Meginstrauma, sem fjallar um frönsku rómantíkina, segir Georg Brandes: Af öllum tilfinningum, sem skáldlistin fæst við, er hin erótíska fyrirferðarmest og tekur lesendur yfirleitt sterkustum tökum. Skynjun og lýsing hins erótíska er mikilvæg til skilnings á anda tímans. Af skynjun hins erótíska er unnt að lesa — líkt og af nákvæmu mælitæki — styrk, eðli og hitastig tilfinningalífs ákveð- ins tímaskeiðs.6 Ætli það sé fjarri sanni að það hafi verið meðferð hins erótíska sem var höfuðnýjung Svartra jjaðra. Vissulega höfðu skáld eins og Jónas Hallgrímsson og þó einkum Hannes Hafstein birt kynósa lýsingar hinna vænstu ástmeyja. En munúð, unaður og losti líkamlegra, stundlegra ásta höfðu aldrei verið lofsungin með áþekkum hætti og í Svörtum fjöðrum. Þegar þá líka þessir fagnaðarsöngvar lífsþorstans og lífsdýrkunarinnar voru fluttir á einföldu og auðskiljanlegu máli með tón frá þjóðvísu og danslagi var von að heil kynslóð fagnaði fengnu frelsi undan TMM 1995:2 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.