Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 49
Þá verður eilíf þögn um minning mína, um mínar ástir, ljóð og strengjaspil. Og dagar, ár og aldir koma og dvína, en aldrei hættir dauðans stjarna að skína.14 Ástarljóð Davíðs til íslenskrar moldar og sveita eru fleiri en nefnd verði, en frægast þeirra mun „Sigling inn Eyjafjörð“. Þessum ljóðum tengjast órjúfan- lega kvæði þar sem hann hyllir líf og starf bændafólks í þágu vaxtar og gróðurs. Og hann orti ekki aðeins lofkvæði um bóndastarfið heldur og um kýrnar og dráttarhestana. í lífi bænda sá Davíð starf helgað vexti og þroska. Það varð honum tákn um trúnað við það sem var upprunalegt og ófalsað. Erum við þá komin að því einkenni á kvæðum Davíðs sem ásamt erótísku ljóðunum má telja aðalsmerki hans sem höfundar: Hann er eitthvert mesta ádeiluskáld sem við höfum átt. Davíð hafði skoðanir á lífinu og tilverunni og þorði að láta þær í ljós. Hann notaði skáldskap sinn til að bera þessar skoðanir fram til meðhalds eða andspyrnu. „[...] éghefhrópað frá húsaþökunum, fráþví égkvað mitt fyrsta ljóð,“15 sagði hann í áður tilvitnaðri ræðu þegar hann varð sextugur. Og í „Bréfi til uppskafningsins“ sagði hann um tengsl forms og inntaks í skáld- skap: „Nýog frumleg form eru ákjósanleg og sjálfsögð viðleitni [...]. Mestu varðar innihaldið, andinn. Sé hann aðeins fánýtt hjóm, er unnið fyrir gýg.“16 Það var eðlilegt um mann með þvílíkar skoðanir á hlutverki skáldskapar að hann beitti gáfu sinni til eflingar málstaðar þess er hann taldi af hinu góða, fagra og sanna. Á sama hátt hlaut slíkur maður að grípa til vopna sinna gegn hinu illa, stíga á reið sína og aka með himinskautum að berja jötna til varnar mennsku lífi. Ef okkur þætti það einhverju varða mætti skipta ádeilukveðskap Davíðs í siðlegar ádeilur annars vegar og félagslegar eða pólitískar ádeilur hins vegar. Er þó allt af sama toga því að sérhver félagsleg eða pólitísk skoðun hlýtur að rísa af siðlegum grunni. Má telja að Steinn Steinarr hafi hitt naglann á höfuðið, þó svo að hann gerði það Davíð tO niðrunar, er hann sagði um skáldskap hans: „[...] það er líklega ómóralskt í eðli sínu, að yrkja mjög vel. Hugsaðu þér Byron og Verlain[e] [. . .] aftur á móti hefur mér ævinlega fundizt Davíð frá Fagraskógi móralskt skáld.“17 Siðlegar ádeilur Davíðs beinast tíðum að hvers kyns brestum í mannlegu fari, en framar öðru að óheilindum, að hégómaskap og yfirborðsmennsku, að tvöfeldni og þeim veikleika að oft vill myndast gjá milli orða og gjörða. Þetta eru siðlegar kröfur sem við könnumst vel við frá fyrirrennurum hans af raunsæiskynslóð, lærisveinum Brandesar. Menn eiga að hata lygina, en TMM 1995:2 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.