Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 54
Sérstök meðal kvæða Davíðs eru þau ljóð sem hann orti út af sögulegum efnum. Ef menn hafa gaman af að draga skáldskap í efnisdilka yrði líklega þessi flokkur kvæða hvað stærstur í höfundarverki Davíðs. Hann orti söguleg kvæði út frá margbreytilegustu efnum: Um persónur og atburði íslendinga sagna, um íslensk þjóðsagnaefni og -persónur, um frægar og ófrægar persónur í sögu íslendinga og úr mannkynssögunni, um biblíuefni og -persónur og um klassísk, grísk og rómversk, sagnaminni og persónur. Aðferð Davíðs við yrkingu sögulegra kvæða var hin sama og fyrirrennara hans á skeiði raunsæis og rómantíkur, eða eigum við að nefna enn fyrr aðferð rímnaskálda. Hann sagði sögu (innan sviga: Hann segir raunar sögu í flestum kvæða sinna) og lagði oft út af henni, en beitti ekki þeirri aðferð, sem tíðust er meðal nútíma skálda, að tæpa á söguefni — vísa þannig til þess og skapa á þann hátt hughrif og hugmyndatengsl hjá lesanda, en láta honum eftir að fylla myndina og draga ályktanir. Auðvitað byggja öll síðari skáld íslensk á sögusýn Jónasar Hallgrímssonar og þegar menn eins og Grímur Thomsen eða Stephan G. Stephansson yrkja um sagnapersónur þá velja þeir sér vini sem í sköpun þeirra verða tákn skapgerðareiginleika eða lífsviðhorfa — lífsgilda sem skáldin játa. I kvæðum þeirra ríkir samt söguleg fjarlægð. Þó að Grímur Thomsen virði skapgerð og siðlega breytni Arnljóts gellinis og Halldórs Snorrasonar eða Stephan G. skilji og hylli stéttarlega stöðu, drengskap og sæmdarhugsjón Hergilseyjarbónd- ans og Illuga Grettisbróður, þá ganga þeir ekki inn í þessar persónur, verða ekki eitt með þeim. Sérstaða Davíðs sem söguljóðskálds felst í nálægðinni. Hann samsamast oftar en ekki yrkisefni sínu. Ef til vill bregður hann ekki nýrri sögulegri sýn á forna atburði eða persónur eins og þeir gerðu t.a.m. Jónas og Stephan G., en við skynjum skáldið Davíð í sögunni og fornar söguhetjur verða samtíð- armenn hans. Þegar Davíð yrkir um Cæsar, Hallfreð vandræðaskáld eða Hrærek konung á Kálfskinni höfum við raunar á tilfinningunni að skáldið yrki um eigin sorgir, drauma, tilfmningar og þrár. Ef vel tekst til með þessari aðferð geta lesendur svo orðið eitt með sögunni. Þessi persónulega nálægð Davíðs við yrkisefnið á ekki aðeins við um sögulegar persónur og atburði heldur og ýmsar náttúrumyndir hans og — þegar grannt er skoðað — er þetta e.t.v. eitt megineinkenni hans sem skálds. Lítum á kvæði eins og „Hvítabjörninn“ í Að norðan eða „Útigönguhestur“ sem birtist í Ljóðumfrá liðnu sumri (1956): 48 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.