Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 65
fram af brúninni; þú hættir ekki fyrr en þú hefur gengið af mér dauðum, er það? — Víst hefí ég talað við hann — milljón sinnum — vakað með honum langar ástarnætur, hlegið og talað, talað og grátið. Deilt með honum sorg, gleði og beði og átt með honum þessi þrjú börn. Átt og misst. Hví skyldi ég þurfa að tala máli þeirra við hann? Hví skyldi hann ekki gera það, bjargvætturinn, sem ekki er sam- flæktur honum í böndum ástar, blóðs og tára? Uns dauðinn oss að skilur. Djöfuls ... Skilur þessi ungi maður ekki hve dauðinn er sár þegar hann er lifandi? Svo óendanlega sárari. — Nei, segi ég, — það er ekki til neins. — — Foreldrar þínir? — spyr hann vongóður. Tissjúpakkinn loksins nýttur eins og til er ætlast. — Foreldrar mínir — segi ég, yfirvegaða röddin mín kæfð í bleikan pappír vættan tárum og hor, — foreldrar mínir eru gömul, skilurðu það, gömul. Þau eru búin að borga skatta og skyldur síðan löngu áður en þetta land varð land, — og skipti yfir í bláan pappír, — og það hef ég gert líka, borgað skatta í tuttugu ár eða guð veit hvað og ég held áfram að borga skatta þótt ég fái ekki að vinna fyrir þeim og eigi ekki neitt og sé ekki neitt — og núna er ég búin að fá nóg, skilurðu það, nóg, nóg, nóg... og hrifsa gult bréfsnifsi úr kassanum á flótta mínum. Heyri að hann kallar eitthvað á eftir mér, en ég flý, blind, heyrnar- laus, framhjá harðviðarborðum prýddum ungum stúlkum og nýjustu Macintoshtölvum, framhjá leðurlíkisklæddum biðstofuhúsgögnum og sígrænum stofnanaplöntum. Guð minn, guð minn, hefurðu yfirgefið mig? Úti á gangstéttinni skellur hlý og miskunnarlaus birtan af sól guðs beint í tárvott andlit mitt. Vorið góða, grænt og hlýtt... Samt ætti að vera snjór núna, þessi blauta, úrsvala Reykjavíkur- slydda; gangstéttin illfær fyrir snjóruðningunum gráum af bílaút- blæstri og for sem rutt er af götunum til að greiða Bjarti í Sumarhús- um borgarinnar leið. Það er svo margt, sem ætti að vera öðruvísi en það er. Sólin til dæmis. Hún skín í óhömdu veldi vorsins og afhjúpar tár mín og eymd og vekur brumknappa trjánna. TMM 1995:2 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.