Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 66
Meira að segja grasið lifnar á ný, þessi örsmáu grænu strá, sem af óskiljanlegri þrautseigju reyna að troðast upp um rifurnar milli steyptra hellnanna í átt til birtu og yls, í átt til sólarinnar. Kannski það sé satt að hún veki upp frá dauða. Það var vor og sólarbreyskja þegar drengurinn minn dó. Leysingar, og uppúr mýrunum lagði þennan sérstaka eim, sem fylgir hlýjuin vor- dögum: lyktin af rotnandi stör í tjörnum og blóm sem legið hafa undir ís vetrarlangt og eru fyrir afli vorsins að breytast í næringu komandi sumargróðurs. Angan af þornandi túnum og gróðurlendi; af víðisprotum á leið undan klakabrynju vetrarins. Vorangan landsins, sem þú fínnur aldrei í borginni. Skyldi litli, hlýi kroppurinn hans bera þessa angan í dag, djúpt niðri í moldinni þar sem hann bíður þess að verða næring? Hárið hans var þakið slýi og rotnandi stör þegar við drógum hann upp úr vatninu þennan sólbjarta vordag fyrir þúsund dögum, þúsund löngum nóttum. I dauðanum angaði hann af vori, og sólin skein nákvæmlega svona í tárvana andlit mitt. Gat ekki gætt hans . .. gat ekki gætt barnsins míns ... nei, ég má ekki hugsa um það núna. Má það ekki, aldrei, því það er liðið, búið og ekkert fær því breytt. Ég þarf að komast heim til barnanna minna, sem bíða eftir úrræð- unum hennar mömmu, sem treysta því að mamma gæti þeirra. Sem hafa lært að venjast því að heima — það er eitthvað hverfult sem aðrir eiga og leyfa okkur að deila um stundarsakir í skiptum fyrir peninga. Eða fyrir ... nei. Nei, slíkt segir maður ekki við börnin sín. Slíkt tilheyrir heimi hinna fullorðnu og er ekki hollt ungum barnssálum. Silkisjal og framandi kryddvín í franskri duggu; hvað er það? Ævintýri, ævintýrið hreint og ómengað. Hver vill skipta á austurlensku ævintýri fyrir viðskipti með steypu og járn? Verður það ef til vill eini arfur minn til afkomendanna? — Gerirðu þér grein fyrir að börnin þín liggja undir skemmdum? Að þú ræður ekki við kringumstæðurnar, að þeim væri kannski betur borgið hjá öðrum? Auðvitað bara um stundarsakir — hjá öðrum — annars staðar — stundarsakir ... 60 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.