Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 70
Staðfesta allt sem þau óttuðust mest þegar ég fór; staðfesta að allt sem þau hafa unnið og barist fyrir og trúað á hafi verið troðið í svaðið. Pabbi og mamma sem innrættu börnunum sínum lífsskoðun: að okkur miðaði áfram, að við tækjum þátt í að byggja upp það sem þau kölluðu réttlátt þjóðfélag. í landinu okkar; landinu sem loksins varð okkar fyrir óbugandi frelsisþrá og fórnfúsa baráttu kynslóðanna. Þar sem enginn þyrfti framar að eta auðmýktarinnar brauð úr hendi höfðingjanna. Foreldrar mínir, sem staðfastlega trúa því að orðin sveitarlimur og þurfalingar séu horfín úr íslenskri tungu, að kerfið gæti barna sinna. Allar litlu lygarnar mínar: nei, mamma, nei, pabbi, þetta gengur allt. Segi þeim frá góðu einkunnunum barnanna til að leiða talið frá hagræðingunni, sem svipti mig atvinnunni — allri hagræðingunni sem skammtar mér frelsi, sem skammtar mér brauð. Segi þeim hvernig ég bæti hag minn með lægri leigu hvert sinn sem ég flyt, flyt í enn þrengra, enn niðurníddara. Segi að bráðum rætist úr þessu. Þegi um þá staðreynd að enginn kærir sig lengur um fertuga menntunarlausa konu með takmarkaða starfsreynslu á hinum frjálsa vinnumarkaði okkar lýðfrjálsa lands. Að bjargvætturinn minn sé — nei, það segi ég ekki. Fátækrafulltrú- inn, — hann er ekki til lengur — hann er draugur fortíðarinnar sem þau kváðu niður í skiptum fýrir Velferðina. Og svo er kreppa núna, það vita allir, og hún hlýtur senn að leysast, það vita líka allir. Og ég segi þeim frá vinkonum mínum sem voru að fá vinnu sem sönnun þess að brátt komi röðin að mér. Að ég hafi það í rauninni ágætt — kannski er líka gott að vera um tíma heima hjá börnunum. Og svo hef ég líka atvinnuleysisbæturnar. Á ég kannski að segja þeim að ég eigi engar vinkonur, að þessar heppnu konur eru í raun nafnlausar persónur úti í bæ sem ég heyri aðra tala um; heyri útundan mér þegar ég hlera gírug á tal ókunnugs fólks í strætisvagninum eða í biðröðinni við kassana í Bónus. Segja þeim hvert frelsið og velferðin hafi leitt dóttur þeirra og barnabörn — nei. Nei, allt fremur en það. Því kannski rætist líka úr þessu, kannski er þetta ekki svona, og því skyldi ég ekki verðskulda kraftaverk eins og hver annar? 64 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.