Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 71
Ég hugsa um skírnarkjólinn minn og trúi nokkur viðtalsbil á krafta-
verkið þegar ég tala við pabba og mömmu. Og því ekki það? Og samt
— litlu lygarnar mínar, — kannski eru þær ekki svona litlar.
Nei, burt með þetta allt, ýta því frá því tíminn líður. Ég lít á klukkuna
yfir ísskápnum: hádegi.
Og hann þarf að fá svar bráðum, maðurinn úti við girðinguna, þarf
að fá svar fljótt. Fá skuld sína greidda. Grá kakískyrtan hans er orðin
dökk undir höndunum og aftur á bakið. Sólin velgir honum bersýni-
lega ekki síður en mér. Og svo er hann feitur, það gljáir á fellingarnar
aftan á hálsinum á honum. Bíður samt, sveittur og heitur, bíður.
Ég horfi á víxl út um gluggann hans, á klukkuna sem pabbi gaf mér
þegar ég byrjaði að búa — vandræðalegur og tilbúinn að forða sér um
leið og hann hefði rétt mér hana, því pabbi kann ekki að fara í búðir
að velja og kaupa gjafír handa börnum sínum, það tilheyrir verkahring
mömmu, — á gamla eldhúsborðið mitt sem einhvern veginn hefur
staðist allt brúk, flutning og flæking í tuttugu ár.
Ég leggst fram á borðið og skelf af táralausum ekka. Tuttugu ár!
Rúmur fjórðungur mannsævi. Og hvað hefur gerst þessi tuttugu ár?
Ekkert — allt.
Og ég sit við sama borðið og veit að ekkert hefur breyst. Einungis
er það liðið. Liðið og búið. Tómt.
Hundrað ár í viðbót og það er allt gleymt, og eftir önnur hundrað
ár skiptir það engu neins staðar. Eða hvað?
Þú setur kartöfluna í mold. Hún spírar og á spírunum vaxa nýjar
kartöflur sem þú setur í mold svo þær spíri...
Þú spyrð ekki kartöfluna neins. Hún er bara þarna í moldinni,
spírar, nærir og eyðist að lokum og enginn spyr neins. Enginn krefur
hana svara né ábyrgðar.
Því hvers ætti að spyrja og hver gæti svarað?
Kannski er heldur einskis að spyrja og því ekkert svar.
Veistu að kartaflan blómstrar áður en hún deyr?
Ég vildi að ég ætti eitt blóm til að gefa honum, bjargvættinum
mínum, bara eitt blóm, svo hann geti séð með eigin augum hve fögur
kartaflan getur orðið þegar hún fær að vaxa eins og náttúran ætlast
til. Að hún er ekki bara fyrirbrigði sem hægt er að breyta í þetta og
þetta mörg tonn af frönskum og skífum og flögum, gleyptum,
gleymdum og öllum eins.
TMM 1995:2 65
L