Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 77
Hún átti til sérrí, þó það nú væri. Og þá hafi komið, án þess að snert væri við drykknum, næstum orðrétt endurtekning á því að hann noti sér konu og börn sem varnarkerfí. Hvernig gæti annars, hafi hann haldið áfram, staðið á því að hann sé jafnvel farinn að hugsa um að stytta sér aldur, eftir að þau fóru frá honum, eftir að brottför þeirra hafi gert varnarkerfið óvirkt. Nú hafi gesturinn drukkið sitt sérrí, líkt og hann ætti lífið að leysa, og ýtt aftur til barkonunnar hinu tæmda glasi til endurfyllingar. Og það var þá fyrst sem hún tók effir því að maðurinn var talsvert slompaður. Hún hafi þá hellt í glasið að nýju, hann hálftæmt það og beðið hana að misskilja sig ekki: hann sé að vísu aðskilinn frá fjöl- skyldu sinni, en aðeins um stundarsakir og það engan veginn í illu; læknirinn hafi eindregið ráðlagt sér að fara í meðferð vegna óþolandi bakverkja, og konan hans hafí þá ákveðið að taka sér á meðan stutt frí með börnin. Og nú séu þau á bak og burt, tveim dögum fyrir vænt- anlega brottför hans. — Eftir þessa útskýringu —, sagði Kronstadt, — fór barkonan að fylgjast þolinmóð með því sem sagt var, — því að, eins og hún tjáði honum, hún þekkti annað eins: þegar karlmenn væru orðnir eftir einir á báti, þá færu þeir á búlluráp og drykkju sig fulla og rektu raunir sínar. Annað aðalstarf veitingakonu sé því að hlusta, næst á eftir því að skenkja drykki. Hann hafi verið aleinn í tvo daga, án þess að hafa nokkuð fyrir stafni, hélt gesturinn áfram, engin vinna, þar sem komin var helgi, ekkert rifrildi milli barnanna sem hann þyrfti að útkljá, engin heimaverkefni sem þyrfti að hafa eftirlit með, engin ákvörðun sem snerti fjölskylduna, engar áhyggjur sem hann gæti létt af konu sinni, ekkert, bara hann. Og þá fari menn að hugsa sinn gang. Hvort hann sé ekki guðslifandi feginn að vera nú loksins einn og út af fyrir sig, aleinn, og hvort hann viti virkilega enga betri dægradvöl en heilabrot og drykkjusvall, hafði barkonan skotið inn, en gesturinn mótmælt allt að því kröftuglega. Nei, því strax í upphafí, þegar á þeirri stundu er bifreiðin með veifandi ástvini hans innanborðs hafi ekið út um hliðið og út á götuna og hann staðið eftir veifandi á móti, þá hafi athugasemd, sem konan hans hafði látið falla í stuttri orðasennu nokkrum dögum áður, verið farin að sækja á huga hans. Sú athuga- semd hafi einmitt nú, allt í einu, rifjast upp fyrir honum: — Hugsaðu TMM 1995:2 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.