Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 78
þér bara — fékk barkonan að heyra, — hún bar mér það á brýn að ég
lifði lífínu núorðið eins og af tómri skyldu! —
Margnefndur Mehlhaupt hló dátt. Þetta hljóti að vera einkennileg
kona, sagði hann, aðrar yrðu vafalaust hæstánægðar, ef eiginmenn
þeirra sýndu viðlíka skyldurækni gagnvart fjölskyldunni og þessi
maður, ef mark var takandi á frásögn hans, og ég, sem sveiflaðist milli
gremju og hnýsni, fann mig fremur knúinn til að samsinna honum,
en vildi hins vegar ekki að svo komnu máli taka neina endanlega
afstöðu til þess arna.
Nú hafí gesturinn sturtað í sig því sem eftir var í öðru sérríglasinu
og skolað því niður með vatnssopa. Og það var með nokkurri tregðu
sem barkonan hlýddi boði hans um að fylla glasið á nýjan leik.
Að sögn mannsins hafi hann eftir þennan viðskilnað gengið inn á
heimili sitt í þungum þönkum, nei, beinlínis hryggur í bragði. Matar-
áhöldin sem lágu á borðinu eftir morgunverðinn virtust honum nú,
þegar hann var orðinn einn eftir, vera harla óhrein. Með ólund hafi
hann tekið til við að bera af borðinu en hætt við. Fyrst konan hans
hafði vænt hann um þetta með skylduna, þá hafi hann viljað, mælti
bardaman, forðast allt það sem rennt gæti stoðum undir þessa að-
dróttun. — Hann á að hafa sest í stól —, hélt Kronstadt áfram, — og
kveikt sér í sígarettu. — Þar sem hann sat í mestu makindum hafi hann
reynt að ná aftur áttum. — Og þá —, bætti Kronstadt við, — hafi hann
að sögn barkonunnar sagt eftirfarandi setningu: Reykjandi eigraði ég
um í úrræðaleysi hugsana minna! — Téður Kronstadt skellti upp úr
áður en setningunni var lokið, en Mehlhaupt virtist smjatta á orðun-
um í bókstaflegri merkingu, að minnsta kosti skellti hann í góminn
hvað eftir annað, þar til úr varð hlátur.
Mér stökk hinsvegar ekki bros, sjálfum mér til nokkurrar furðu.
Þegar minnst var á reykingar hafði ég seilst eftir sígarettu, var núna að
reykja, íhugaði, hvort ég ætti ekki að panta mér annan bjór en hætti
við, þegar mér varð litið á öll strikin sem fýrir voru á bjórspjaldinu
mínu, þar sem þjónninn hafði hent reiður á neyslu minni fram að
þessu. Það var einhver kuldahrollur í mér, sem ég taldi mig þó ekki
geta rakið til veðurlagsins. Mér flaug reyndar í hug að einn léttur
mundi vera prýðis ráð við hrollinum, en í þeim svifum hætti
Mehlhaupt að hlæja.
— Það fer smám saman að vakna hjá mér meir en lítill áhugi fyrir
72
TMM 1995:2