Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 78
þér bara — fékk barkonan að heyra, — hún bar mér það á brýn að ég lifði lífínu núorðið eins og af tómri skyldu! — Margnefndur Mehlhaupt hló dátt. Þetta hljóti að vera einkennileg kona, sagði hann, aðrar yrðu vafalaust hæstánægðar, ef eiginmenn þeirra sýndu viðlíka skyldurækni gagnvart fjölskyldunni og þessi maður, ef mark var takandi á frásögn hans, og ég, sem sveiflaðist milli gremju og hnýsni, fann mig fremur knúinn til að samsinna honum, en vildi hins vegar ekki að svo komnu máli taka neina endanlega afstöðu til þess arna. Nú hafí gesturinn sturtað í sig því sem eftir var í öðru sérríglasinu og skolað því niður með vatnssopa. Og það var með nokkurri tregðu sem barkonan hlýddi boði hans um að fylla glasið á nýjan leik. Að sögn mannsins hafi hann eftir þennan viðskilnað gengið inn á heimili sitt í þungum þönkum, nei, beinlínis hryggur í bragði. Matar- áhöldin sem lágu á borðinu eftir morgunverðinn virtust honum nú, þegar hann var orðinn einn eftir, vera harla óhrein. Með ólund hafi hann tekið til við að bera af borðinu en hætt við. Fyrst konan hans hafði vænt hann um þetta með skylduna, þá hafi hann viljað, mælti bardaman, forðast allt það sem rennt gæti stoðum undir þessa að- dróttun. — Hann á að hafa sest í stól —, hélt Kronstadt áfram, — og kveikt sér í sígarettu. — Þar sem hann sat í mestu makindum hafi hann reynt að ná aftur áttum. — Og þá —, bætti Kronstadt við, — hafi hann að sögn barkonunnar sagt eftirfarandi setningu: Reykjandi eigraði ég um í úrræðaleysi hugsana minna! — Téður Kronstadt skellti upp úr áður en setningunni var lokið, en Mehlhaupt virtist smjatta á orðun- um í bókstaflegri merkingu, að minnsta kosti skellti hann í góminn hvað eftir annað, þar til úr varð hlátur. Mér stökk hinsvegar ekki bros, sjálfum mér til nokkurrar furðu. Þegar minnst var á reykingar hafði ég seilst eftir sígarettu, var núna að reykja, íhugaði, hvort ég ætti ekki að panta mér annan bjór en hætti við, þegar mér varð litið á öll strikin sem fýrir voru á bjórspjaldinu mínu, þar sem þjónninn hafði hent reiður á neyslu minni fram að þessu. Það var einhver kuldahrollur í mér, sem ég taldi mig þó ekki geta rakið til veðurlagsins. Mér flaug reyndar í hug að einn léttur mundi vera prýðis ráð við hrollinum, en í þeim svifum hætti Mehlhaupt að hlæja. — Það fer smám saman að vakna hjá mér meir en lítill áhugi fyrir 72 TMM 1995:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.