Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 79
þessum gesti barkonunnar þinnar — sagði hann með lítið eitt kvak- andi röddu og síðan í alvöru: — Hefurðu komist að því hvað hann starfar? — Nei, það hafi sér, svaraði Kronstadt, ekki tekist, það er að segja, veitingakonuna hafí líklega ekki rekið minni til þess, það hefði verið ólíkt henni að liggja á þeim fróðleik. — En hlustaðu nú á, sagan er ekki á enda! — Eftir að hafa reykt ofan í sig tvær eða jafnvel íjórar sígarettur þar sem hann húkti á stól sínum, hafi hann staðið á fætur og gengið að strætisvagnabiðstöðinni á aðalgötunni sem var ekki langt undan. Þar hafi hann þurft að bíða drykklanga stund eftir næsta vagni, en rign- ingin sem skall á hafi vætt hár hans, þar sem hann hafi rekið hausinn hvað eftir annað undan þaki bárujárnsskýlisins og gáð í þá átt sem vagninn hlyti að koma úr; loks hafi komið vagn, og hann með honum niður í bæ. — Ég fór að sjá klámmynd í fyrsta sinn á ævinni — hafi hann játað fyrir barkonunni og hvolft síðan úr þriðja glasinu ofan í galopið gin sitt. Elskendurnir tveir sýndu nú á sér fararsnið; alla vega urðu höfuð þeirra viðskila, og þau stóðu upp af kjaftastólum sínum sem voru rauðmálaðir eins og hinir. Ungi maðurinn veifaði á þjóninn, sem hallaði sér enn með krosslagða fætur upp að útvegg kráarinnar, og þegar hann fýlgdi bendingunni og gekk framhjá mér yfir þornandi jörðina og Mehlhaupt og Kronstadt hlógu við hlið mér ýmist skræk- um eða gjallandi hlátri, fannst mér allt í einu sem þessi veitingagarður væri heill heimur og jafnframt að sólin yfir höfði mér, sem hafði færst í aukana, væri orðin að glottandi dvergi, sem gerði gys að hugsunum mínum, að þeim Kronstadt og Mehlhaupt og hverju sem var og jafnvel því líka hvernig pilturinn, um leið og hann tók við peningum til baka með annarri hendi, tróð hinni ofan í rassvasa stúlkunnar. Þá horfði ég út í bláinn stundarkorn, en skyndilega ískraði í garðshlið- inu, elskendurnir leiddust út á götuna og yfirgáfu þennan heim minn á sama óumbreytanlega hátt og þau höfðu komið inn í hann, og Mehlhaupt varð enn fyrri til þeirra beggja að hætta að hlæja. — Sagði hann eitthvað nánar frá klámmyndinni? — Hef ekki hugmynd um það, þó kann svo að vera, en hafi svo verið —, ansaði Kronstadt — hefur barkonan þagað vandlega um það. — Meðan ég gaf þjóninum, sem strunsaði hjá með bakka hlaðinn TMM 1995:2 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.