Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 82
af himninum, þjónn! — Já, viljið þér annan bjór? — Nei! Komið heldur með einn — sérrí handa mér! Já, og líka sinn hvorn handa þessum tveim dánumönnum við hitt borðið. — Þjónninn horfði á mig svo forviða að það var engu líkara en að hann hefði aldrei vitað til þess fyrr að einn gestur byði öðrum upp á drykk. Síðan skakklapp- aðist hann, og það, að því er mér sýndist, ekki einungis af því að hann var hjólbeinóttur, í áttina að gættinni á húsveggnum og hvarf þar sjónum, og það var ekki fyrr en eftir heillanga bið, eftir að ég allan tímann hafði ekki haft augun af þessari dimmu gætt, að hann birtist aftur með bakka á framréttum handlegg sínum. — Þrír sérrí —, sagði hann og raðaði þeim upp með miklum armsveiflum á borðið fyrir framan mig. Mér krossbrá, og ég fór að leggja við eyrun, en heyrði ekki neitt, hvorki mál Kronstadts né skrækan hlátur hans, og Mehlhaupt þagði líka, aðeins skrjáf í laufi, og bílarnir óku fram og aftur og aftur og fram. Gott og vel, hugsaði ég með mér, ef til vill var það ekki út í hött, ráðríki þjónsins, að hann skyldi synja þeim báðum um veigarnar. Þeir voru að vísu að tala um náungann, það vekur þorsta, og sérhver góður ræðumaður á heimtingu á drykk, en báðir tveir voru samt frekar að tala gegn honum en með. Þeir hæddust að honum, án hluttekningar, án hryggðar, án þess að bera velferð hans fyrir brjósti... Þeir voru — eins og fólk er flest, og í trássi við alla lífsreynslu voru þeir bjartsýnir og í besta skapi. — Já, þessi óhræsi áttu ekki skilið að þeim væri gefíð í glas! Að svo búnu tæmdi ég fyrsta staupið og þóttist vita að nú gæti veitingakonan andað léttar og drukkið hvítvínið sitt, hún hafði tjónk- að við hann, gestinn sinn, róað hann niður, hann mundi ekki framar langa til að hlaupa yfir slitið bargólfið í þeirri trú að það væri tíglalagt völundarhús verslunarmiðstöðvar. Og annað sérríglasið drakk ég líka og hugleiddi hvernig hann hafi komist heim frá vínstúkunni og frá henni, og hvort hann hafi kysst hana eða hún hann eða ekki; og þá þreif ég þriðja glasið: Hver veit, hugsaði ég með mér, hver veit nema þetta sé mitt síðasta sérríglas. Þá rak Kronstadt enn upp skellihlátur, og Mehlhaupt tók undir með honum. Kristján Árnason þýddi 76 TMM 1995:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.