Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 84
Haraldur Jónsson
Sálin og sýndarveruleikinn
hugleiðing um iitlínur og anda í myndlist
Þegar ég heyri minnst á sál í myndlist hugsa ég auðvitað strax um skál. Skálin
er nefnilega eitt fyrsta fyrirbrigðið í heimi hlutanna sem var látið tákngera
þessa óefniskennd. Hún sýnir okkur það sem er innan í og utan um hlutinn,
frekar en efnið sjálft.
Ég ætla mér ekki að sanna eða hrekja tilvist sálarinnar í þessu spjalli heldur
velta frekar vöngum yfir birtingarmyndum þessa fyrirbæris og koma meðal
annars inn á hugmyndir alkemista eða náttúruspekinga; að umbreyta efni í
óefni og óefni í efni; materialisation/dematerialisation. Hið stöðuga og hið
hverfula. Sálin er sem efnahvarf, hún myndast þegar efnið hverfur.
Við munum finna ágripskennd dæmi úr myndlistarsögunni, og þá sér-
staklega frá þessari öld, í lok þessa árþúsunds. Sýni úr modernisma og
postmodernisma sem leið liggur inn í tímalausan óstaðbundinn sýndarveru-
leikann. Draga upp mynd af þeim með orðum, eins langt og það nær. Myndir
sem sumar hverjar má greina úr þessum orðum og verða þær þá frekar
óefniskenndar; huglægar holmyndir, ímyndaðar, sem maður sér fyrir sér.
Sálrænt. Stundum munu þó prentaðar skýringarmyndir birtast.
Mannskepnan hefur verið að framkalla þetta loftkennda og óáþreifanlega
fyrirbæri í efni frá því að hún man eftir sér fyrst.
Sálin er búin til úr minningum og minningar verða að efni. En sálin sem
slík er ekki ein á ferð, heldur fylgir auðvitað alltaf hitt með; sálarhylkið.
Maðurinn trúði í árdaga á stokka og steina. En í kristninni hóf hann að
reisa himinháar kirkjur utan um hið trúarlega loft og síðar musteri fyrir
sálrænan dragsúg. Ef sál almættisins býr í öllum hlutum var samt býsna
undarlegt að menn fyndu þörf hjá sér til að byggja sérstaklega bænahús úr
grjóthörðum jarðneskum efnum. Islendingum (ljósvíkingum eða reykvík-
ingum) hefur samt löngum nægt að ganga upp á heiði eða fjall til að komast
í trúarlegt ástand. Vera undir heiðum og heiðnum himni. En kirkjur eru enn
reistar og myndlist er sköpuð úr ólíkum efnivið þó að á okkar tímum stefni
hugsunin lengra inn í heim tölvusamskipta og þess vegna sálin um leið.
Galdur og seiður eru órjúfanlegir þættir af sögu myndlistarinnar. Frum-
78
TMM 1995:2