Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 84
Haraldur Jónsson Sálin og sýndarveruleikinn hugleiðing um iitlínur og anda í myndlist Þegar ég heyri minnst á sál í myndlist hugsa ég auðvitað strax um skál. Skálin er nefnilega eitt fyrsta fyrirbrigðið í heimi hlutanna sem var látið tákngera þessa óefniskennd. Hún sýnir okkur það sem er innan í og utan um hlutinn, frekar en efnið sjálft. Ég ætla mér ekki að sanna eða hrekja tilvist sálarinnar í þessu spjalli heldur velta frekar vöngum yfir birtingarmyndum þessa fyrirbæris og koma meðal annars inn á hugmyndir alkemista eða náttúruspekinga; að umbreyta efni í óefni og óefni í efni; materialisation/dematerialisation. Hið stöðuga og hið hverfula. Sálin er sem efnahvarf, hún myndast þegar efnið hverfur. Við munum finna ágripskennd dæmi úr myndlistarsögunni, og þá sér- staklega frá þessari öld, í lok þessa árþúsunds. Sýni úr modernisma og postmodernisma sem leið liggur inn í tímalausan óstaðbundinn sýndarveru- leikann. Draga upp mynd af þeim með orðum, eins langt og það nær. Myndir sem sumar hverjar má greina úr þessum orðum og verða þær þá frekar óefniskenndar; huglægar holmyndir, ímyndaðar, sem maður sér fyrir sér. Sálrænt. Stundum munu þó prentaðar skýringarmyndir birtast. Mannskepnan hefur verið að framkalla þetta loftkennda og óáþreifanlega fyrirbæri í efni frá því að hún man eftir sér fyrst. Sálin er búin til úr minningum og minningar verða að efni. En sálin sem slík er ekki ein á ferð, heldur fylgir auðvitað alltaf hitt með; sálarhylkið. Maðurinn trúði í árdaga á stokka og steina. En í kristninni hóf hann að reisa himinháar kirkjur utan um hið trúarlega loft og síðar musteri fyrir sálrænan dragsúg. Ef sál almættisins býr í öllum hlutum var samt býsna undarlegt að menn fyndu þörf hjá sér til að byggja sérstaklega bænahús úr grjóthörðum jarðneskum efnum. Islendingum (ljósvíkingum eða reykvík- ingum) hefur samt löngum nægt að ganga upp á heiði eða fjall til að komast í trúarlegt ástand. Vera undir heiðum og heiðnum himni. En kirkjur eru enn reistar og myndlist er sköpuð úr ólíkum efnivið þó að á okkar tímum stefni hugsunin lengra inn í heim tölvusamskipta og þess vegna sálin um leið. Galdur og seiður eru órjúfanlegir þættir af sögu myndlistarinnar. Frum- 78 TMM 1995:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.