Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 103
Þessi leiðrétting fer inn á bls. 380. Gunnar nefnir líka vísu í minningu Guðmundar eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson sem mér hafi „skotist yfir“. Sjálfsagt eru þau miklu fleiri erfiljóðin um Guðmund sem ég hef ekki tekið með, því ég leitaði ekki kerfisbundið í ljóðabókum. Eins og allir sem vinna við bókmenntarannsóknir hafa rekið sig illilega á er ekki til nein tæmandi skrá yfir efni um bókmenntir í blöðum og tímaritum fram að þeim tíma þegar Hið íslenska bókmenntafélag fór góðu heilli að birta bókmenntaskrá í árlegu fylgiriti Skírnis árið 1969. Landsbókasafn kemur að nokkru leyti til móts við þessa þörf með ágætri skrá yfir efni í völdum blöðum og tímaritum, en hvort tveggja er að mörg blöð og tímarit eru alls ekki með á þeirri skrá og svo nær hún mislangt í tíma. Á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskólans var byrjað að vinna skrá yfir bók- menntaefni í blöðum og tímaritum fyrir fáeinum árum, en hætt var við þá vinnu vegna fjárskorts áður en hún var komin almennilega á veg. Ekki eiga blöðin sjálf skrár yfir efni sitt frá því fyrir tölvuöld; „fyrir daga gagnabank- anna eru dagblöð eins og þýfður kirkjugarður þarsem allt er gengið í jörðina,“ segir Matthías Johannessen í Helgispjalli 2. apríl s.l. Af þessum ástæðum er engin leið að fullyrða að maður hafi fundið allt sem skrifað var um hverja bók þegar hún kom út. Gunnar Stefánsson bendir til dæmis á í sínum ritdómi að Bjarni frá Hofteigi hafi skrifað ritdóm um fyrra bindi Saltkorna í mold í Frjálsaþjóð árið eftir að bókin kom út („Spaug í kirkjugarði", 4. tbl. 1963). Þann ritdóm sá ég því miður ekki, enda Frjáls þjóð ekki efnistekin á áðurnefndum skrám um bókmenntaefni. Dómur Bjarna um Saltkorn í mold bætir litlu við umfjöllunina í ævisög- unni en ítrekar þá niðurstöðu mína að Guðmundi hafi fundist fólk taka bókinni illa. Bjarna finnst „mörg kvæðin snöfurlega ort; gamansemi þeirra er tíðum liðug í hreyfingum. En því er ekki að leyna, að þetta grafna fólk verður manni lítið hugstætt“. Hann talar um „léttúð eða öllu heldur gálga- húmor“ og að kvæðin séu „að verulegum hluta aðeins rösklegt, en dálítið tómlegt grín“. Lokaorðin eru hörð og hafa komið illa við Guðmund: En það er annað [en vonbrigðin með efhi bókarinnar], sem mér fellur sýnu þyngra; formið, umgerðin. Guðmundur Böðvarsson er nefnilega ekki fyrsta skáldið, sem rýfur grafir framliðinna og segir sögu þeirra í ljóði. Þar fór á undan bandaríska skáldið Edgar Lee Masters, í Kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi, sem Magnús Ásgeirs- son þýddi úr á sínum tíma. Engum, sem þekkir til Kirkjugarðsins, fær dulist að umgerð kvæðanna í Saltkornum — og hugmynd bókarinnar — er þangað sótt. Við skulum segja, að þetta geti verið leyfileg aðferð; en í minni vitund jafnar hún bók Guðmundar Böðvarssonar hérumbil við jörðu. í stuttu máli: Saltkorn Guð- mundar míns góða hafa valdið mér póetískri hryggð. TMM 1995:2 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.