Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 104
Þeir Bjarni og Ólafur Jónsson, sem skrifaði ritdóm í Félagsbréf AB, eru
ósammála um áhrifin frá Masters, Ólafi fannst þau „mjög . .. óbein“ (sbr.
Skáldið bls. 337), en að öðru leyti eru dómar þeirra nokkuð samhljóða. Fleiri
urðu til að verja Saltkornin opinberlega en lasta þau, en dómur þessara
tveggja gagnrýnenda hefur vegið þungt. (Dómi Bjarna þarf að bæta við á
skrá yfir ritdóma um Saltkorn í mold á bls. 441).
Fleiri beinar leiðréttingar komu ekki fram í ritdómum, svo ég hafi orðið
vör við, en fleiri en einn gagnrýnandi tók fram að bókin væri „varnarrit“,
það er að segja að ég gerði ekki mikið úr göllum á kveðskap Guðmundar
Böðvarssonar en drægi mjög fram kostina. Slíkum athugasemdum svaraði
Guðmundur Friðjónsson í eitt skipti fyrir öll í grein um lífsskoðun Stephans
G. Stephanssonar í Skírni 1912. Hann hafði verið sakaður um að hæla
Stephani langt um of í fyrri grein, og svarar þessu til:
Fjallið er mælt þar sem það er hæst. Og þannig á að fara með skáldin.
Þau verður að meta eftir því sem þau hafa bezt gert. Djúpsæjustu
hugsanir þeirra og háfleygustu einkenna þau og helga þeim lönd og
óðul í ríki listanna og bókmentanna. En misfelluskáldskapurinn, sem
eg nefni svo, hendingar, sem grjótkast lífsins og hversdagssmámun-
anna kemur fram í — það er ekki mælikvarðinn.
Auk opinberra ritdóma hafa mér borist ótal einkabréf frá lesendum og þar
í einstaka leiðrétting. ívar H. Jónsson rakst á villu í frásögninni af seinni ferð
Guðmundar til Sovétríkjanna 1966. Hann segir:
Rétt er að fyrri ferðin, 1953, var farin á vegum félagsins MÍR,
Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna, en í síðari ferð-
inni, 1966, voru hjónin á Kirkjubóli ekki boðsgestir MÍR, heldur
var hér um flokksboð að ræða, þ.e. gestgjafinn var Kommúnista-
flokkur Sovétríkjanna og milligöngu hér á landi hafði flokksskrif-
stofa Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins.
Þessi leiðrétting fer inn á bls. 357.
Alvarlegasta leiðréttingin og sú sem eiginlega er ástæða þessara skrifa kom
í bréfi frá Hannesi Péturssyni skáldi. Hann segir:
Það er ekki rétt sem stendur á bls. 380, að umsögn J[óhanns]
Hjjálmarssonar] um Innan hringsins væri „sú fýrsta sem birtist
um verk Guðmundar í Morgunblaðinu síðan Kyssti mig sól kom
út“. Svo vill til að ég birti þar á sínum tíma ritdóm um Minn guð
og þinn — hafði verið beðinn að skrifa í blaðið bókaumsagnir, mig
hálfminnir í fjarveru Sigurðar A. Magnússonar, kunni samt lítið til
slíkra verka.
Þennan ritdóm sást mér yfir og hann vantar á skrána á bls. 441 („Minn guð
og þinn“, Morgunblaðið 14. 12. 1960).
98
TMM 1995:2