Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 104
Þeir Bjarni og Ólafur Jónsson, sem skrifaði ritdóm í Félagsbréf AB, eru ósammála um áhrifin frá Masters, Ólafi fannst þau „mjög . .. óbein“ (sbr. Skáldið bls. 337), en að öðru leyti eru dómar þeirra nokkuð samhljóða. Fleiri urðu til að verja Saltkornin opinberlega en lasta þau, en dómur þessara tveggja gagnrýnenda hefur vegið þungt. (Dómi Bjarna þarf að bæta við á skrá yfir ritdóma um Saltkorn í mold á bls. 441). Fleiri beinar leiðréttingar komu ekki fram í ritdómum, svo ég hafi orðið vör við, en fleiri en einn gagnrýnandi tók fram að bókin væri „varnarrit“, það er að segja að ég gerði ekki mikið úr göllum á kveðskap Guðmundar Böðvarssonar en drægi mjög fram kostina. Slíkum athugasemdum svaraði Guðmundur Friðjónsson í eitt skipti fyrir öll í grein um lífsskoðun Stephans G. Stephanssonar í Skírni 1912. Hann hafði verið sakaður um að hæla Stephani langt um of í fyrri grein, og svarar þessu til: Fjallið er mælt þar sem það er hæst. Og þannig á að fara með skáldin. Þau verður að meta eftir því sem þau hafa bezt gert. Djúpsæjustu hugsanir þeirra og háfleygustu einkenna þau og helga þeim lönd og óðul í ríki listanna og bókmentanna. En misfelluskáldskapurinn, sem eg nefni svo, hendingar, sem grjótkast lífsins og hversdagssmámun- anna kemur fram í — það er ekki mælikvarðinn. Auk opinberra ritdóma hafa mér borist ótal einkabréf frá lesendum og þar í einstaka leiðrétting. ívar H. Jónsson rakst á villu í frásögninni af seinni ferð Guðmundar til Sovétríkjanna 1966. Hann segir: Rétt er að fyrri ferðin, 1953, var farin á vegum félagsins MÍR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna, en í síðari ferð- inni, 1966, voru hjónin á Kirkjubóli ekki boðsgestir MÍR, heldur var hér um flokksboð að ræða, þ.e. gestgjafinn var Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna og milligöngu hér á landi hafði flokksskrif- stofa Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Þessi leiðrétting fer inn á bls. 357. Alvarlegasta leiðréttingin og sú sem eiginlega er ástæða þessara skrifa kom í bréfi frá Hannesi Péturssyni skáldi. Hann segir: Það er ekki rétt sem stendur á bls. 380, að umsögn J[óhanns] Hjjálmarssonar] um Innan hringsins væri „sú fýrsta sem birtist um verk Guðmundar í Morgunblaðinu síðan Kyssti mig sól kom út“. Svo vill til að ég birti þar á sínum tíma ritdóm um Minn guð og þinn — hafði verið beðinn að skrifa í blaðið bókaumsagnir, mig hálfminnir í fjarveru Sigurðar A. Magnússonar, kunni samt lítið til slíkra verka. Þennan ritdóm sást mér yfir og hann vantar á skrána á bls. 441 („Minn guð og þinn“, Morgunblaðið 14. 12. 1960). 98 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.