Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 106
smekk fyrir þessu ljóði því ég tel einmitt í ævisögunni að aðferð þess hafí Guðmundur numið af Hannesi Péturssyni. í Landsvísum (1963) birtir Guðmundur svo enn nútímalegri ljóð en í fyrri bókum sínum. Hannes sendi mér líka bréf sem hann hafði sjálfur fengið frá Guðmundi meðan verið var að vinna að útgáfu þýðinga Guðmundar á tólf kviðum úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante 1968. Þau snúast mest um ýmis smáatriði í þýðingunni, en þar er líka skemmtileg athugasemd sem fengur er að. Hannes talar í bréfi til Guðmundar um að hann hafi „orðið að „bródera" sumt rímsins vegna“, og bætir við að hjá því verði trauðla komist þegar allt sé fellt í endarím (Skáldið bls. 365). f svari sínu segir Guðmundur: Það er alveg rétt og satt sem þú segir um „bróderingar" mínar í þýðingunni, — en hver tími og hver maður einnig hefur sinn hátt á ljóðmæli, þess utan er þetta ekki án fordæma með öllu, t.d. í þeirri rímuðu, ensku þýðingu, sem ég hafði, er þetta stundum notað til að ná í rímorð, eða beinlínis til að verða ekki hraunfastur á flatlendi, aftur á móti kemst Molbech gamli hinn danski oft langt með því að nota gamalt guðsbókamál, ég var ekki fær um það. Þess utan eru mér ýkjur svo tiltækar, elskan mín, að það eru hrein vandræði. Eitt af því sem Robert Cook fann að þýðingu Guðmundar á Dante í grein sinni í Skírni (sbr. Skáldið bls. 367) var einmitt hvað hann lengir málið, bætir við orðum „rímsins vegna“. í bréfinu til Hannesar hefur Guðmundur svarað þessari gagnrýni fyrirfram á sinn kímna og elskulega hátt. Annað skáld sendi mér bréf frá Guðmundi sem hefði komið sér vel að hafa við samningu lokakaflans. Jóhann Hjálmarsson var aðeins sautján ára þegar hann gaf út sína fyrstu bók, Aungull í tímann (1956), og næsta bók hans, Undarlegir fiskar, kom út 1958. Hann sendi Guðmundi eintakafhenni og fékk bréf í staðinn. Þegar Guðmundur hefur skrifað eins konar umsögn um bókina og talið upp kvæðin sem honum þykja best kemur þessi fallegi kafli: Annars skal ég segja þér það, að stundum þegar ég er að verja ykkur ungu skáldin í líf og blóð, sem hafið yfirgefið rím og stuðla, þá hvarflar að mér sterk löngun til að segj a við ykkur: verið þolinmóð- ir, og umfram allt: misskiljið ekki sjálfir þá sem ekki skilja ykkur í dag, því það eru þeir sem uxu upp í öðrum heimi en þið sjálfir, þeir sem elskuðu hljóm og hrynjandi, af því að þeir voru vaxnir upp í fábreytninni, þar sem þögnin er orðin að óvini, einverufólkið sem fann yndi og tilbreytni í skellum hringhendunnar og vissi ekki hvað það er að vera þreyttur allt til dauða af síbreytilegum hávaða. — Nei, það skilur ekki til fulls af hverju þið kjósið heldur hina þöglu mynd. Þetta eru þeir sem komu í gær og eru í dag. Aðrir koma í dag og verða á morgun. 100 TMM 1995:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.