Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 109
„eðli“ fylgir hinu líffræðilega kyni og fyrirbæri eins og „karlmennska" og „kvenleiki“ eru menningarlegur tilbúningur. Karlarnir hafa séð um skil- greiningarnar, konurnar hafa verið skilgreindar. Konur bjuggu ekki tvíhyggj- una til, hún er sannarlega ekki í þágu kvenna og engir hafa gengið skörulegar fram í að afbyggja hana en femínistar. Því eins og Jacques Derrida hefúr bent á meðal annarra er engin tvennd- arhugsun „saklaus", hinir andstæðu pólar eru aldrei jafngildir. Það hefur komið í hlut kvennanna að axla neikvæðu eiginleikana, sem jákvæðu eigin- leikarnir hvíla á. Fyrstu pólitísku mótmæli nýju kvennahreyfingarinnar fólust í að mótmæla því að gegna þessu neikvæða hlutverki, þöglar og undirgefnar. Þær vildu ekki lengur vera „hinn“ eða skuggi karlmannsins í málinu og menningunni. En hvað svo? Það hefur verið eitt af pólitískum og fræðilegum vopnum femínista að benda á tvíhyggjuna og gagnrýna hana, gera hana sýnilega. Það verður hins vegar ekki undan tvíhyggjunni vikist, hún liggur til grundvallar öllum okkar kenningakerfum, allri okkar vestrænu hugsun! Það er skammgóður vermir að segja bara: „Æ, hættum nú að tala um þetta, krakkar.“ I mínum augum er það aðeins löngun til að hverfa aftur að hinu sokkna Atlantis algjörs karlveldis í menningunni. Þrjár kynslóðir kvenna hafa leitað að sjálfsmynd og sjálfsskilningi í fræð- um og bókmenntum síðustu þrjá áratugi. Umræðan hefur tekið alls konar kollsteypur, dýpkað og kvíslast og orðið mjög spennandi fræðigrein, en það hefur ekki gerst án andstöðu. Þeir eru ófáir sem óska þessari umræðu út í hafsauga. Hinir landsfrægu sjónvarpsþættir um bókmenntir lýðveldisins, sem voru hvatinn að grein Friðriks, eru talandi dæmi um það. Sænski bókmenntafræðingurinn Ebba Witt-Brattström segir þreytt og mædd í greininni „Tilgátan um hinn kvenlega lesanda“ í bók sem heitir Feministisk bruksanvisning (1995): Með hinu femíníska sjónarhorni er lögð áhersla á tvennt, sem oft fellur saman en bókmenntarannsóknirnar hafa hingað til reynt að ýta frá sér; kyn og vald. Þó það sé fáránlegt þá er ábyrgðin alltaf lögð á okkur af því að sanna, aftur og aftur, að það hafi — ef myndmál er notað — verið haldin bókabrenna á textum kvenn- anna. Þó að búið sé að skjalfesta þetta í smáatriðum svo að ekki verður um villst, álpast femínistar oft í þá gildru að fara að ræða það fram og aftur á forsendum andstæðinganna hvort það var einskis vert rusl sem brann, eða ekki. (86) Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í umræðuþættinum í sjónvarpinu. Við sem skrifuðum undir gagnrýni á fyrsta þáttinn bentum sjálf á að tölfræðilegt hlutfall kvenna væri hæpin aðferð til að gagnrýna bókmenntasöguna sem sögð var. Okkur fannst hins vegar að ekki aðeins tölur heldur líka nöfn á íjarverandi konum, bentu á manneskjur í stað einhvers óskilgreinds hags- TMM 1995:2 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.