Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 120
afrekum sem unnin voru loftinu til heiðurs. Ofan við persónur bókanna er festing þar sem hugsjónir og vonir tifa blítt á heiðskírum nóttum, brosa til jarðarbúa og lokka þá til sín. I æði sínu rjúka þeir af stað, eyða fé sínu og ham- ingju í þetta fyrirtæki og hefja sig hátt á loft til þess eins að geta stungist aftur niður í jörðina — og það djúpt. Loftið er áfengt. Það er eter guða frá fornri og nýrri tíð sem ruglar menn í ríminu og blæs þeim þeirri vissu í brjóst að þeir séu fæddir til að leysa sig úr viðjum jarðar- innar. Bárður Killian, Vilhjálmur banka- stjóri, Gúndi, Sigvaldi, Láki og gamli Sigfús Killian, meira og minna allt per- sónusafh Lækjarbakkabókanna er drukkið af lofti. Dæmi um þessa loft- áráttu eru út um allt: Spútnikfyrirtæki Bárðar Killian heitir Loftsýn, það sér um loftflutninga. Gúndi hefur ástríðufullan áhuga á loftbelgjum en þessir belgir eru um leið tæki til að smygla eiturlyfjum, efnum sem taka menn „á flug“. Vil- hjálmur flýgur í hæstu hæðir samfélags- ins. Láki er allt að því „af öðrum heimi“. Fjölskylda Vilhjálms líkist „englum“. Sigvaldi prestur reynir að hækka sig í þjóðfélagsstiganum með hjálp hinna fljúgandi eiturlyfja. Allir vilja þeir „hefja sig upp“. Upp úr því sem þeim finnst vera meðalmennska, upp úr því venju- lega og upp til loftsins þar sem sögurnar snúast eins og skopparakringlur. í loftinu þar sem sögurnar gerast fara engar samræður fram. Þar heyrist að- eins rödd goðsögunnar. Þegar Vil- hjálmur bankastjóri fer á hausinn og fjölskylda hans verður að flytja úr „ójarðneskum“ kastala sfnum í kjallara, niður í jörðina, öðlast hún fýrst mál og þá fyrst er hægt að nefna umhverfi hennar á nafn. Fram að því leystist allt sem hún sagði og gerði upp í loff. Tungumál alþýðufólksins, ættmenna þeirra, hvarf eins og dögg fýrir sólu í návist þessara mikilmenna: „Aldrei hafði fólkið í fjölskyldunni hrósað því sem fyrir augu bar í hinum konunglegu híbýlum bankastjórans og ffú Fríðu f...] þetta var allt handan og utan við þeirra veruleika, þeirra reynsluheim; orðaforði þeirra bjó yfir einkennum einsog „gasa- lega fixt“, „mjög góð flík“, „afskaplega slitsterkt", „gott í þessu“, svona orða- forði var einsog útdautt tungumál þegar kom að því að leggja mat á konungsger- semarnar í húsi bankastjórans“ (bls. 97- 98). Hnignunin og fallið eru því tenging við jörðina, tenging við efnið. Um leið og sögurnar falla niður úr loftinu og lenda á jörðinni byrja persónurnar að tala hver við aðra, fram að því hafa þær aðeins sagt sögur. Samræðurnar hefjast ekki fýrr en öllu er lokið. Þess vegna stefnir textinn stöðugt niður á við, í átt að núllpunktinum þar sem allir eru jafn- ir í efnislegri fátækt sinni og þá breytist sjónarhornið skyndilega. Hið svífandi og ýkjukennda, heimur sagnavélarinn- ar, dregst saman í heim hins skrifandi sögumanns: Halldórs Killians: „Og eftir sat ég og horfði á símann. Labbaði svo upp til afa. Útbjó handa honum graut og hafraseyði, gaf honum lyf, tæmdi kopp- inn. Hann sagði mér að ég væri snilling- ur“ (217). Það er ekkert loft í þessum setningum. Þær draga hring utan um heim einstaklingsins, einnar sjálfsveru sem situr á jörðinni og rekur lið fyrir lið árin sem sagnavélin þeytti ótrúlegum atburðum upp í loftið. Allt er farið. Sögumaðurinn innilokaður í tómu húsi með afa sínum, allir farnir á braut, allt komið á hausinn. Bankastjórinn Vil- hjálmur búinn að vera í fangelsi og er grunaður um aðild að morði í ofanálag. Sigfús yngri myrtur. Foreldrar sögu- mannsins skildir. Bárður kominn á hausinn eina ferðina enn. Báðir tví- burarnir, Salómon og Friðrik, komnir út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.